Sunnudagsmessa og sunnudagaskóli
Sunnudaginn 19. mars verður messu í Selfosskirkju kl. 11:00. Messan verður að hluta til með Taize formi þar sem kyrrðin, söngurinn og bænin eru í aðalhlutverki. Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli verður á sama á sama tíma í umsjón æskulýðsfulltrúa Selfosskirkju.
Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að lokinni messu.
Helgistund á Ljósheimum
Sama dag kl. 13:30 verður helgistund á Ljósheimum og fáum við góða gesti til að syngja og leiða söng við helgistundina.
Batamessa verður kl. 17:00
Vinir í bata á Selfossi bjóða til Batamessu í Selfosskirkju næstkomandi sunnudag, þann 19. mars kl.17:00.
Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving munu leiða söng, Guðbjörg Arnardóttir þjónar. Við fáum að heyra vitnisburð og kirkjugestum boðið að taka þátt í trúariðkun. Boðið verður upp á veitingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu, þar gefst tækifæri á að spjalla og eiga samfélag. Hér á Selfossi er stór hópur fólks búinn að fara í gegnum 12 sporin andlegt ferðalag, það er alltaf gaman að hittast og deila því sem á dagana hefur drifið og rifja upp gömul og góð kynni.
Allir velkomnir.