Messa og kvöldmessa á sunnudaginn

Messa verður sunnudaginn 2. apríl kl. 11:00.  Organisti Glúmur Gylfason, Kirkjukórinn syngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskólinn á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.

Kvölmessa kl. 20:00.  Um tónlistina sér Jóhann Guðrún Jónsdóttir söngkona og fyrrum Eurovisionfari.

Boðunardagur Maríu

Nk. sunnudag 26.mars verður messa í Selfosskirkju þar sem boðunardags Maríu verður minnst.  Líklega er ekkert myndefni í sögunni algengara eða vinsælla en María og litli drengurinn hennar, og um Maríu hafa líka verið samin mörg falleg tónverk.  María var sterk kona sem falið var afar sérstakt hlutverk.  Af henni getum við öll lært.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 í umsjón Jóhönnu Ýrar og æskulýðsleiðtoga.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Verum öll velkomin – sjáumst í kirkjunni!

Helgihald í Selfosskirkju 19. mars

Sunnudagsmessa og sunnudagaskóli
Sunnudaginn 19. mars verður messu í Selfosskirkju kl. 11:00.  Messan verður að hluta til með Taize formi þar sem kyrrðin, söngurinn og bænin eru í aðalhlutverki.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli verður á sama á sama tíma í umsjón æskulýðsfulltrúa Selfosskirkju.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að lokinni messu.

Helgistund á Ljósheimum
Sama dag kl. 13:30 verður helgistund á Ljósheimum og fáum við góða gesti til að syngja og leiða söng við helgistundina.

Batamessa verður kl. 17:00
Vinir í bata á Selfossi bjóða til Batamessu í Selfosskirkju næstkomandi sunnudag, þann 19. mars kl.17:00.
Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving munu leiða söng, Guðbjörg Arnardóttir þjónar. Við fáum að heyra vitnisburð og kirkjugestum boðið að taka þátt í trúariðkun. Boðið verður upp á veitingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu, þar gefst tækifæri á að spjalla og eiga samfélag. Hér á Selfossi er stór hópur fólks búinn að fara í gegnum 12 sporin andlegt ferðalag, það er alltaf gaman að hittast og deila því sem á dagana hefur drifið og rifja upp gömul og góð kynni.

Allir velkomnir.

TTT mót í Vatnaskógi 24. – 25. mars

Æskulýðsmót TTT starfs Kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu verður haldið í Vatnaskógi 24. til 25. mars Þar koma saman hópar 10 til 12 ára frá ýmsum kirkjum höfuðborgarsvæðisins og skemmta sér saman í frábæru umhverfi.

Félagar í TTT 10 -12 ára starfi Selfosskirkju gefst kostur á að vera með í þessar ferð.

Nánari upplýsingar í bæklingi hér í fylgiskjali og hjá æskulýðsfulltrúa Selfosskirkju Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttir s. 482-2179 og 897-3706.

 

 

TTT-Baeklingur-2017

Sunnudagur 5. mars í Selfossprestakalli

Á sunnudaginn er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar og verður því æskulýðsguðsþjónusta í Selfosskirku kl. 11:00.  Félagar úr Æskulýðsfélagi Selfosskirkju hafa ásamt leiðtoga sínum, Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, undirbúið stundina.  Þau sjá um lestra, tónlist og bænir en einnig leiða félagar úr Unglingakór Selfosskirkju okkur í léttum æskulýðssöngvum.  Stundin hentar allri fjölskyldunni þó unglingar séu þar í aðalhlutverki.   Prestur Guðbjörg Arnardóttir og organisti Edit A. Molnár.

Súpa og brauð verður í safnaðarheimilinu á eftir og um 12:30 hefst aðalsafnaðar Selfossóknar og eru öll þau sem áhugasöm eru um starfið í Selfosskirkju hvött til að koma

Um kvöldið verður svo kvöldguðsþjónusta á föstu í Hraungerðiskirkju.  Þar syngur Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna og er kórstjóri þeirra og organisti Ingi Heiðmar Jónsson.