Helgihald 12. júní

Helgihald sunnudagsins 12. júní verður í þremur kirkjum prestakallsins.

Laugardælakirkja
Guðsþjónusta kl. 11:00. Almennur safnaðarsöngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Gunnar Jóhannesson. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu.

Stokkseyrarkirkja
Guðsþjónusta á sjómannadegi kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Blómsveigur lagður að minnismerki að lokinni athöfn.

Eyrarbakkakirkja
Guðsþjónusta á sjómannadegi kl. 14:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Blómsveigur lagður að minnismerki að lokinni athöfn.