Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2015
Messa 2. ágúst
Messa verður sunnudaginn 2. ágúst 2015 klukkan 11:00 Nýr sóknarprestur í Selfosskirkju og Selfossprestakalli séra Guðbjörg Arnardóttir messar þennan sunnudaginn. Súpa og brauð að lokinni messu í safnaðarheimilinu (gegn vægu gjaldi) Allir velkomnir
Messa 26. júlí
Messað er í Selfosskirkju kl. 11 þann 26. júlí 2015. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason, en þetta verður síðasta messa hans við Selfossprestakall. Organisti Jörg E Sondermann. Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Súpa og brauð að lokinni messu (gegn vægu gjaldi).
Messa 19.júlí
Messa sunnudaginn 19. júlí 2015 kl. 11 í Selfosskirkju. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason. Organisti Jörg E Sondermann. Kór Selfosskirkju leiðir söng. Súpa og kaffi í hádegi gegn vægu gjaldi.
Messa 12. júlí
Sumarmessa verður 12. júlí 2015 kl. 11 í Selfosskirkju. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg E Sondermann. Kór Selfosskirkju leiðir söng. Súpa og kaffi í hádegi gegn vægu gjaldi. En hvað er sumarmessa? Jú messa sem maður sækir á sumardegi á ferðalagi um Suðurland, nú eða þá bara messuferð á sumardegi.
Séra Þorvaldur Karl þjónar Selfossprestakalli frá 14. júlí til júlíloka
Biskup Íslands hefur verið ákveðið að séra Þorvaldur Karl Helgason þjóni Selfossprestakalli frá 14. júlí til júlíloka en þann 1. ágúst taka tveir prestar við störfum í Selfossprestakalli. Fyrir hefur legið að sr. Axel færi þann 14. júlí til annarra starfa. Síðasta messa sr. Axels að þessu sinni verður því sunnudaginn 12. júlí. Sr. Þorvaldur Karl messar 19. júlí og 26. júlí kl. 11 og sinnir öðrum þeim prestsverkum, prestsþjónustu og samtölum sem til falla þessar rúmar tvær vikur.