Fermingarfræðslan að hefjast

Það er spenna í loftinu því við búum okkur undir að hitta verðandi fermingarbörn í Árborgarprestakalli.  Fræðslan byrjar mánudaginn 21. ágúst og þau sem eru þegar skráð fá tölvupóst með nánari upplýsingum.  Þau sem vilja vera  með en eiga eftir að skrá sig fara inn á eftirfarandi slóð.

Skrámur – Selfosskirkja (skramur.is)

Nánari upplýsingar um fræðsluna má finna inn á selfosskirkja.is undir fermingarstörfin svo má líka heyra í okkur prestunum ef það eru einhverjar spurningar.