Biblíulestur á mánudeg, þeim 31. mars kl. 17 í safnaðarheimili. 5. skiptið núna. Litið til hugmynda um lífstíl og það sem nefna má yfirlýsing hvers eða staðfesta og þessi textabrot höfð til hliðsjónar:
Lesa Jesja 2.1-4
Post. 2.42-47
Post 17.16-34
Kol. 3.12-17
Verið velkomin. Kyrrðarbæn í kirkjunni upp úr klukkan sex
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2014
Glænýju fréttabréfi verður dreift í hús í vikunni
Fréttabréf Selfosskirkju kemur út nú í vikunni og verður dreift í hús fyrir næstu helgi. Þar er sagt frá ýmsum viðburðum í safnaðarstarfinu, listi yfir fermingarbörn og fermingardaga verður í fréttabréfinu, sem og myndir af kórfólki á öllum aldri. Helgihaldi í dymbilviku og um páska eru gerð skil og sagt frá ferðamannakirkjunni sem starfrækt verður í sumar. Fréttabréf Selfosskirkju kemur inn um lúguna á öllum heimilum í sókninni en auk þess má nálgast eintak í kirkjunni.
Föstuhádegi tvo næstu föstudaga
Föstuhádegi verða í kirkjunni föstudagana 4. og 11. apríl. Þetta er samvera sem hefst með orgelspili og helgistund í kirkjunni en síðan er farið í safnaðarheimilið og boðið upp á fiskmeti og kaffisopa á eftir. Málsverður kostar 1200 kr. fyrir manninn og rennur ágóði í Hjálparsjóð Selfosskirkju. Föstuhádegi hefjast um kl. 12 og þeim lýkur laust fyrir kl. 13. Allir velkomnir!
30. mars: Mettunarfrásagan í messu kl. 11 og sunnudagaskóli á sama tíma
Sunnudaginn 30. mars verður messa kl. 11. Mettunarfrásögnin til umræðu. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Organisti er Jörg Sondermann. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Sunnudagaskóli á sama tíma íí safnaðarheimili – síðasti sunnudagaskóli vetrarins þar en honum verður formlega slitið með fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 6. apríl. Að venju sjá kvenfélagskonur um súpur og brauð og molasopa að lokinni messugjörð. Sjáumst í kirkjunni!
Kyrrðarbæn í dag 24. mars
Kyrrðarbænin færist eftir Biblíulesturinn og er því kl. 18:15 dag. Dvalið er í kyrrðarbæninni í 20 mín. Umsjón Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving. Verið velkomin.
Biblíulestur í dag, 24. mars
Fjórði fundur Biblíulestrarhópsins á föstu 2014 hittist í dag í safnaðarheimili Selfosskirkju. Tveir textar liggja undir í megindráttum er fjalla um trúmennsku og þjónustu. Textarnir eru 1. kafli úr Daníelsbók og kafli 10:35-45 úr Markúsarguðspjalli. Fundirnir eru sjálfsstæðir og standa í klukkutíma. Því tækifæri til að koma þó hafið sé. 27 manns eru skráðir. Umsjón hefur sr. Axel Njarðvík.
Barnastarfið fellur niður í dag 23. mars
Vegna veikinda fellur hið eiginlega barnastarf niður í dag, ekki tókst að fiska aðra til að hlaupa í skarðið.
Við slaghörpuna 22. mars kl. 16
Jónas Ingimundarson heldur upp á hálfaraldar við slaghörpuna með tónleikum í Selfosskirkju kl. 16. Með honum eru sóparansöngkona Auður Gunnarsdóttir og leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir. Sjá nánar í Dagskránni
23. mars 2014 messa og barnastarf
16. mars: Messa og sunnudagaskóli
Sunnudaginn 16. mars, sem er annar sunnudagur í föstu, verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Súpa og brauð í safnaðarheimili á eftir. Allir velkomnir!