Biblíulestur í dag 31. mars kl. 17

Opin lindBiblíulestur á mánudeg, þeim 31. mars kl. 17 í safnaðarheimili. 5. skiptið núna.  Litið til hugmynda um lífstíl og það sem nefna má yfirlýsing hvers eða staðfesta og þessi textabrot höfð til hliðsjónar:
Lesa Jesja 2.1-4
Post. 2.42-47
Post 17.16-34
Kol. 3.12-17
Verið velkomin. Kyrrðarbæn í kirkjunni upp úr klukkan sex

Glænýju fréttabréfi verður dreift í hús í vikunni

táknmálFréttabréf Selfosskirkju kemur út nú í vikunni og verður dreift í hús fyrir næstu helgi.  Þar er sagt frá ýmsum viðburðum í safnaðarstarfinu, listi yfir fermingarbörn og fermingardaga verður í fréttabréfinu, sem og myndir af kórfólki á öllum aldri.  Helgihaldi í dymbilviku og um páska eru gerð skil og sagt frá ferðamannakirkjunni sem starfrækt verður í sumar.  Fréttabréf Selfosskirkju kemur inn um lúguna á öllum heimilum í sókninni en auk þess má nálgast eintak í kirkjunni.

Föstuhádegi tvo næstu föstudaga

Föstuhádegi verða í kirkjunni föstudagana 4. og 11. apríl.  Þetta er samvera sem hefst með orgelspili og helgistund í kirkjunni en síðan er farið í safnaðarheimilið og boðið upp á fiskmeti og kaffisopa á eftir.  Málsverður kostar 1200 kr. fyrir manninn og rennur ágóði í Hjálparsjóð Selfosskirkju.  Föstuhádegi hefjast um kl. 12 og þeim lýkur laust fyrir kl. 13.  Allir velkomnir!

30. mars: Mettunarfrásagan í messu kl. 11 og sunnudagaskóli á sama tíma

Sunnudaginn 30. mars verður messa kl. 11.  Mettunarfrásögnin til umræðu.  Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Organisti er Jörg Sondermann.  Kirkjukórinn leiðir sönginn.  Sunnudagaskóli á sama tíma íí safnaðarheimili – síðasti sunnudagaskóli vetrarins þar en honum verður formlega slitið með fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 6. apríl.  Að venju sjá kvenfélagskonur um súpur og brauð og molasopa að lokinni messugjörð.  Sjáumst í kirkjunni!

Biblíulestur í dag, 24. mars

Ljósakróna í VillingholtiFjórði fundur Biblíulestrarhópsins á föstu 2014 hittist í dag í safnaðarheimili Selfosskirkju. Tveir textar liggja undir í megindráttum er fjalla um trúmennsku og þjónustu. Textarnir eru 1. kafli úr Daníelsbók og kafli 10:35-45 úr Markúsarguðspjalli. Fundirnir eru sjálfsstæðir og standa í klukkutíma. Því tækifæri til að koma þó hafið sé. 27 manns eru skráðir. Umsjón hefur sr. Axel Njarðvík.

 

23. mars 2014 messa og barnastarf

Miklihvellur!

Messa og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organinsti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn leiðir sögninn. Súpa og brauð á eftir. Biblíuleshópurinn hittist kl. 9:30 og fleiri eru velkomnir til lesturs.
Samverustund um sorg og úrvinnslu hennar næstu miðvikudaga í Selfosskirkju kl. 15:30.

16. mars: Messa og sunnudagaskóli

Messuboð

Sunnudaginn 16. mars, sem er annar sunnudagur í föstu, verður messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og organisti Jörg Sondermann.  Kirkjukórinn leiðir sönginn.  Súpa og brauð í safnaðarheimili á eftir.  Allir velkomnir!