Messa kl. 11 – 5. júlí

tengja við orkunaAlla sunnudaga kl. 11 er messað í Selfosskirkju. Næsti sunnudagur er 5. júlí. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Kirkjukór Selfoss syngur og organisti er Jörg E Sondermann. Kaffi og súpa í hádeginu í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Verið velkomin. Guðspjallstextinn og hugleiðingarefni nýrrar vikur er úr 16. kafla Matteusarguðspjalls en þar spyr Jesús lærisveinanna: „En þið, hvern segið þið mig vera?“
Símon Pétur svararaði: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Síðar í þessu texta mælti Jesús við lærisveina sína: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?

Messa kl. 11 28. júní

 

Hvar er þetta að finna í Selfosskirkju?

Hvar er þetta að finna í Selfosskirkju?

Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Kirkjukór Selfoss syngur og organisti er Jörg E Sondermann. Kaffi og súpa í hádeginu í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Verið velkomin. Guðspjallstextinn og hugleiðingarefni nýrrar vikur er úr 8. kafla Jóhannesarguðspjalls en þar segir svo frá:  Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn og allt fólkið kom til hans en hann settist og tók að kenna því. Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra og sögðu við Jesú: „Meistari, kona þessi var staðin að verki þar sem hún var að drýgja hór. Móse bauð okkur í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?“ Þetta sögðu þeir til að reyna hann svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina.

Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann rétti hann sig upp og sagði við þá: „Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.“ Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir og konan stóð í sömu sporum.

Hann rétti sig upp og sagði við hana: „Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?“

En hún sagði: „Enginn, Drottinn.“

Jesús mælti: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar.“

Hvað skrifaði Jesús í sandinn? Hvað lásu þeir úr sandinum sem hjá stóðu?

Hvað hét þessi kona? Hvað varð um hana?

 

 

Sr. Guðbjörg og sr. Ninna Sif

sr. Ninna Sif og sr. GuðbjörgBiskup Íslands hefur ákveðið að skipa sr. Guðbjörgu Arnardóttur í embætti sóknarprests í Selfossprestakalli og sr. Ninnu Sif Svavarsdóttur í embætti prests í Selfossprestakalli frá 1. ágúst n.k. Þetta er ekki í fyrsta skiptið í kirkjusögu Íslands sem sóknarprestur og prestur prestakalls eru konur. Árin 1995 – 1997 gegndu tvær konur samtímis embættum sóknarprests og prests við Seltjarnarneskirkju, þær sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og sr. Hildur Sigurðardóttir sem var ráðinn prestur við Seltjarnarneskirkju. Enn fremur í Egilsstaðaprestakalli voru þær sr. Jóhanna Sigmarsdóttir sóknarprestur og  sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prestur. Hjá íslenska söfnuðinum í Noregi eru líka tvær konur að starfi en það eru þær sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur  og sr.  Ása Laufey Sæmundsdóttir.

Sjá á kirkjan.is