Helgihald hefst á ný

Nú er okkur heimilt að hefja á ný helgihald í kirkjunni og verður guðsþjónusta í Selfosskirkju nk. sunnudag kl. 11:00. Guðsþjónustan er öllum opin og munu væntanleg fermingarbörn setja svip sinn á mætinguna en þau hafa verið sérstaklega boðuð enda ekki komist í neina messu síðan í október á síðasta ári. Edit A. Molnar organisti mun spila og raddir úr Kirkjukór Selfosskirkju leiða sönginn. Það verður sannarlega gott að hittast aftur og eiga samfélag í kirkjunni.
Að sjálfsögðu verður allra sóttvarna gætt, spritt er aðgengilegt, 2m metra fjarlægð tryggð og grímuskylda.

Það er okkur líka mikið gleðiefni að getað byrjað aftur með sunnudagaskólann sem verður ekki nk. sunnudag heldur sunnudaginn 21. febrúar.

Morgunbænirnar byrja sömuleiðis aftur nk. þriðjudag 16. febrúar kl. 9:15. Þetta er stuttar stundir byggðar upp með bæn, kyrrð og góðu samfélagi. Morgunbænir eru þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9:15

Barna- og unglingastarfið

Barna og unglingastarf selfosskirkju er komið á fullt með nýjum æskulýðsfulltrúa.
Sjöfn Þórarinsdóttir, tómstundafræðingur, tók við af Jóhönnu Ýr sem æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju núna í janúar. Sjöfn hefur komið víða við í barnastarfi og var sjálf viðriðin æskulýðsstarf kirkjunnar á sínum unglingsárum. 

Sunnudagaskólinn
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu er sunnudagaskólinn ekki starfandi sem stendur. Við hlökkum til þess tíma sem við getu tekið á móti ykkur í sunnudagaskólanum aftur.

6-9 ára starfið
6-9 ára starfið er alltaf á miðvikudögum frá kl. 13:30 til 14:30. Starfið einkennist af leikjum, söngvum og skemmtun, en inn í það fléttist fræðsla um kristin gildi og náungakærleik.
Allir krakkar í 1. – 4. bekk grunnskóla eru velkomnir.Athugið að frístundaakstur Árborgar stoppar við kirkjuna kl. 13:30, og svo aftur klukkan 14:30.
Skráning og frekari upplýsingar um 6-9 ára er að finna hér: 6-9 ára starf Selfosskirkju 

TTT starfið
TTT starfið er alla miðvikudaga frá 16:00-17:00. TTT stendur fyrir Tíu Til Tólf ára og er fyrir krakka í 5. – 7. bekk grunnskóla. Í TTT er margt skemmtilegt brallað, leikir, söngvar og skemmtun einkenna starfið. Í starfinu er einnig fræðsla þar sem við skoðum hvernig nýta megi boðskap Biblíunnar við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Skráning og frekari upplýsingar um TTT er að finna hér: TTT starf Selfosskirkju

Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnirnir
Æskulýðsfélagið er með fundi á þriðjudagskvöldum á milli klukkan 19:30 og 21:30. Starfið er fyrir krakka í elstu bekkjum grunnskóla. Fundir æskulýðsfélagsins einkennast af fjöri og skemmtun. Allir krakkar í 8. – 10. bekk grunnskóla eru velkomnir á fund og ekki er þörf á að skrá sig sérstaklega.