Hreinsunardagur og kvöldmessa

Laugardaginn 27. apríl nk. frá kl. 10:00-14:00 er árlegur hreinsunardagur Selfosskirkju. Undanfarin ár hefur sá háttur verið hafður á að efna til hreinsunar og tiltektar í kirkjugarði og á lóð kirkjunnar. Það er ánægjulegt að sjá fólk koma og taka þátt í þessu verkefni og hreinsa leiði ástvina í leiðinni. Stór gámur verður á svæðinu. Boðið verður upp á hressingu í hádeginu. Fólk er beðið að hafa með sér garðáhöld, þeir sem það geta. Sóknarnefndin, aðal- og varamenn, fólk úr kirkjukórnum og aðrir starfsmenn kirkjunnar taka vel á móti ykkur.

Sunnudaginn 28. apríl kl. 20:00 verður kvöldmessa í Selfosskirkju. Létt og notaleg stund, Kirkjukórinn syngur fallega sálma. Organisti Ester Ólafsdóttir, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Aðstoðarkirkjuvörður

Aðstoðar-kirkjuvörður Selfosskirkju 
Sóknarnefnd Selfosssóknar auglýsir eftir aðstoðar-kirkjuverði við Selfosskirkju í 50% starf. 

Auglýst er eftir starfsmanni í stöðuna aðstoðar-kirkjuvörður Selfosskirkju, sem er hlutastarf. Í því felst að leysa kirkjuvörð af í sumarleyfi hans og öðrum tilfallandi forföllum. Ennfremur að leysa hann af aðra hverja helgi allt árið og eftir nánara samkomulagi á öðrum frídögum og helgidögum þjóðkirkjunnar. Einnig felst í þessu vinna á virkum dögum eftir nánara samkomulagi þannig að 50% starfshlutfalli verði náð. 

Í starfi aðstoðar-kirkjuvarðar felst umsjón með kirkju, safnaðarheimili, kirkjulóð og kirkjugarði.  

Aðstoðar-kirkjuvörður þarf að hafa góða almenna menntun, ásamt tölvu- og enskukunnáttu. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum,  lipurð og sveigjanleika.  Hann / hún þarf að búa yfir ríkri þjónustulund. 

Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli og öðru því sem  þeir óska að taka fram.  Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar. 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Nánari upplýsingar um starfið veita Guðmundur Búason gjaldkeri sími:899-9613 gudbuason@gmail.com og Guðný Sigurðardóttir kirkjuvörður, sími:482-2175, selfosskirkja@selfosskirkja.is  

Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað. 

Umsókn sendist til Selfosskirkju: 
Sóknarnefnd Selfosssóknar 
Selfosskirkju 
800 Selfoss