Helgihald helgarinnar í Selfosskirkju

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður bænastund í Selfosskirkju kl. 12:30.  Það verður stutt stund inni í kirkjunni svo hengjum við falleg orð á kirkjuhurðina, blásum sápukúlubænir, fáum blessun í lófann og höldum svo af stað í skrúðgönguna sem leggur af stað frá Selfosskirkju kl. 13:00. 

Sunnudaginn 18. júní kl. 11:00 verður skógarmessa í Hellisskógi og kemur í stað hefðbundinnar messu í Selfosskirkju.  Byrjað verður á bílaplaninu við minnismerkið og gengið um skóginn, stoppað á nokkrum stöðum þar sem ritningarorð og bænir verða lesin.  Endað verður við hellinn með hugleiðingu, blessun og skógarkaffi.  Sjáumst sem flest stór sem smá og klædd eftir veðri, umsjón með stundinni hefur Guðbjörg Arnardóttir.

Sumarnámskeið TTT ( 10 -12 ára )

Sumarnámskeið TTT  dagana 14. – 16. júní frá kl. 13:00 – 15:00
TTT námskeið er fyrir börn á aldrinum 10 – 12 ára.
Leikir, söngur, föndur, útivera, ratleikur, leiklist og bænastundir.
Námskeiðið fer fram í Selfosskirkju. Lokaskráningardagur er 13. júní.
Námskeiðið er frítt.
Umsjón: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju
Skráning með því að senda nafn barns, fæðingarár og síma foreldra á johannayrjohannsdottir@gmail.com

Messa í Laugardælakirkju 11.júní kl. 11

Nk. sunnudag 11.júní fer hin hefðbundna sunnudagsmessa prestakallsins fram í Laugardælakirkju þar sem verður messa kl. 11.   Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Strax að messu lokinni verður haldinn aðalsafnaðarfundur Laugardælasafnaðar.

Helgihald í Selfossprestakalli á hvítasunnu

Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kirkjunnar og verður messað í þremur kirkjum prestakallsins.

Selfosskirkja
Hátíðarmessa á hvítasunnudag 4. júní kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Villingaholtskirkja
Fermingarmessa á hvítasunnudag 4. júni kl. 13:00.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Hraungerðiskirkja
Hátíðarmessa á annan hvítasunnudag 5. júní kl. 11:00.  Aðalsafnaðarfundur að messu lokinni.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónassonar, prestur Guðbjörg Arnardóttir.