Við í Selfosskirkju óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum samfylgd og samveru á liðnu ári.
Enn eru fjöldatakmarkanir og sóttvarnir með þeim hætti að ekki er unnt að bjóða upp á opið helgihald en á Facbook og Instagram síðum Selfosskirkju eru settar inn myndir, myndbönd og hugleiðingar.
Barna- og Unglinakórinn byrjuðu í vikunni að æfa á nýju ári.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir lét af störfum við áramót og þökkum við henni innilega fyrir störf sín hjá Selfosskirkju sl. ár.
Sjöfn Þórarinsdóttir var ráðinn til starfa sem nýr æskulýðsfulltrúi, við bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar.
Mun það barna- og unglingastarf sem heimilt er að halda úti hefjast undir hennar stjórn frá og með 18. janúar.
Meg Guðs blessun fylgja okkur inn í nýtt ár 2021.
Gleðilegt ár
Svara