Framundan er tími aðventunnar, hér má sjá yfirlit yfir helgihald í Árborgarprestakalli á aðventu og jólum

Sunnudagaskóli verður í Selfosskirkju kl. 11:00, umsjón Sjöfn, Katrín og Dóra
Messa verður í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir
Messa verður í Gaulverjabæjarkirkju kl. 14:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir
Kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00.
Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir
Velkomin til helgihaldsins
Af gefnu tilefni er rétt að árétta að fermingarbörnin á Selfossi söfnuðu fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar í gær og það gildir sem fermingarfræðsla bæði fyrir gærdaginn og daginn í dag
Njótið dagsins og ekki sakna okkar of mikið! Sjá allar nánari upplýsingar í pósti okkar til foreldra fermingarbarna