Aftansöngur verður í Selfosskirkju kl. 17:00 á gamlársdag.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2023
Yfirlit yfir helgihald í Árborgarprestakalli yfir jól og áramót
Selfosskirkja
Hátíðarstund barna í Selfosskirkju Þorláksmessu 23. desember kl. 11:00; fyrir börn og fullorðna, ungmenni, afa og ömmur. Umsjón Sjöfn og sr. Gunnar og Rebbi refur kíkir í heimsókn. Notaleg stund fyrir alla fjölskylduna.
Aftansöngur á aðfangadag 24. desember kl. 18:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár. Prestur Guðbjörg Arnardóttir
Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 23:30. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, Jóhann I. Stefánsson leikur á trompet. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Aftansöngur á gamlársdag 31. desember kl. 17:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Ararndóttir.
Stokkseyrarkirkja
Aftansöngur á aðfangadag 24. desember kl. 18:00. Kirkjukórinn syngur organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Gunnar Jóhannesson.
Eyrarbakkakirkja
Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 23:30, Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.
Villingholtskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 11:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.
Laugardælakirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 13:00, almennur safnaðarsöngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.
Gaulverjabæjarkirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 15:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Dagur Fannar Magnússon héraðsprestur.
Hraungerðiskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á öðrum degi jóla 26. desember kl. 11:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Gunnar Jóhannesson.
Opin söngstund
Við minnum á opna söngstund í Selfosskirkju í dag fimmtudaginn 14. desember kl. 19:30.
Jól í skugga sorgar
Samvera verður fyrir syrgjendur þriðjudaginn 12. desember kl. 20:00.
Einsöng syngja Anna Maria og Karolina Konieczna.
Hugleiðin, bæn og kveikt á kertum, kaffisopi eftir stundina.
2. sunnudagur í aðventu í Selfosskirkju og Eyrarbakkakirkju
Það er nóg framundan á öðrum sunnudegi í aðventu í Árborgarprestakalli.
Í Selfosskirkju verður stutt helgistund í kirkjunni kl. 11:00, strengjakvartett frá Tónlistarskóla Árnesinga spilar, síðan förum við yfir í safnaðarheimilið og þar verður dansað í kringum jólatréð og við fáum góða gesti í heimsókn.
Kl. 18:00 verður aðventukvöld Selfosskirkju. Þar syngja Kirkjukór Selfosskirkju og Unglinga- og barnakór Selfosskirkju, einsöng syngur Guðbjörg Bjarnar Guðjónsdóttir. Ása Ninna Pétursdóttir fjölmiðlakona flytur hugvekju.
Í Eyrarbakkakirkju verður aðventusamkoma kl. 14:00. Þar syngur Kirkjukórinn, organisti er Pétur Nói Stefánsson.
1. sunnudagur í aðventu, 3. desember
Nú erum við tilbúin að ganga saman inn í aðventuna í Selfosskirkju. Messa klukkan 11 og sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni með okkur. Við kveikjum einu kerti á og börn eru hvött til að koma með jólaskraut til að setja á tréð okkar, sem einungis verður með ljósum á!
Ester of kirkjukórinn leiða sönginn og séra Ása Björk þjónar fyrir altari. Hlökkum til að sjá þig <3