Næsta sunnudag: Krossamessa 3. maí kl. 11

Sunnudaginn 3. maí verður hin árlega krossamessa sem er uppskeruhátíð allra kóra kirkjunnar og þá verða þær sem eru að ljúka störfum með Unglingakórnum heiðraðar sérstaklega.  Um kvöldið kl. 20 verður síðast kvöldguðsþjónusta  vetrarins en þá munu Þóra GylfadóttirÞóra GylfadóttirEgill Páll Árnasonog Egill Páll Árnason syngja.

Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason.

Messa, lok barnastarfsins og ferming 26. apríl

Sumarsól

Messa, lok barnastarfs vetrarins og ferming Stefáns Tors Leifssonar kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Barnastarf á sama tíma í umsjón Hugrúnar Kristínar æskulýðsfulltrúa og æskulýðsleiðtoga Selfosskirkju. Kirkjukórinn leiðir söng. Ís og kaffisopi eftir messu sem og súpa og brauð á vægu verði. Verið hjartanlega velkomin.

Sumardagurinn fyrsti 2015

Fuglinn Sumardagurinn fyrstiSumardaginn fyrsta fagnar Barna- og unglingakór Selfosskirkju sumrinu í Selfosskirkju með tónleikunum “Fuglinn í fjörunni” kl. 15:00. Á tónleikunum verða einungis flutt verk sem snúa að fuglum og jafnframt munu kórfélagar lesa upp ljóð um fugla, sum hver frumsamin! Um undirleikinn sér Miklós Dalmay og er kórstjórnandi Edit Molnár.

Aðgangseyrir eru 1500 kr. Innifalið í verðinu eru léttar kaffiveitingar eftir tónleikanna.

Messa kl. 11 – 2. sunnudag eftir páska – 19. apríl

Góði hirðirnnMessa og barnastarf, 2. s. e. páska, 19. apríl, kl. 11.

Umsjón með barnastarfi hefur Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi.

Kirkjukórinn syngur, organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.

Kaffisopi eftir messu og súpa og brauð á vægu verði.


23. Davíðssálmur

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi.

 

Fermingarmessa kl. 11 – 12. apríl 2015

Fermingarmessa kl. 11, 12. apríl, fyrsta sunnudag eftir páska.

Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestar Axel Árnason Njarðvík og Þorvaldur Karl Helgason. Spjaltölva 019

Á sama tíma verður sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu, í umsjá Hugrúnar Kristínar Helgadóttur, æskulýðsfulltrúa.

Fermingarbörnin eru: Daníel Garðar Antonsson, Díana Dögg Svavarsdóttir, Erla Rún Kaaber, Erlingur Örn Birgisson, Gunnar Flosi Grétarsson, Hekla Rún Harðardóttir, Jónína Sigurjónsdóttir.

Gleðilega páska!

Spjaltölva 015

“Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. Þá varð landskjálfti mikill því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir. En engillinn mælti við konurnar: „Þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: Hann er upp risinn frá dauðum, hann fer á undan ykkur til Galíleu. Þar munuð þið sjá hann. Þetta hef ég sagt ykkur.“ Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin”. (Matteusarguðspjall 28: 1-8)