Gjöf til Kvennfélags

HelgumyndHelga Jóhannesdóttir hefur fært  Kirkjukvenfélaginu Selfosskirkju mynd af gjöf. Helga starfaði í Kvenfélagi kirkjunnar í mörg ár.

Kristrún Guðjónsdóttir málaði myndina og færði Valdimari Þórðarsyni, eiginmanni Helgu, hana að gjöf í tilefni að vináttu þeirra alla tíð, þau ólust upp á sama bænum.

Séra Axel og séra Þorvaldur Karl prestar Selfossprestakalls

TKHSéra Þorvaldur Karl Helgason, fyrrverandi biskupsritari, hefur verið settur sóknarprestur í Selfossprestakalli í vetur. Hann mun því starfa við hlið séra Axels Á. Njarðvík fram til sumars 2015 en þá mun tveir nýir prestar hafa verið valdir til þjóna prestakallinu að loknu umsóknarferli.  Auglýst verður eftir sóknarpresti og presti fljótlega á nýju ári og mun þeir taka við embættum 1. september 2015.

Séra Þorvaldur Karl hefur sinnt sérverkefnum á vegum kirkjunnar síðustu ár, jafnframt því að vera sviðsstjóri þjónustusviðs á Biskupsstofu. Hann var sóknarprestur Njarðvíkurprestakalls og forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Séra Axel er héraðsprestur Suðurprófastsdæmis frá 2010 en var áður sóknarprestur Stóra-Núpsprestakalls.

Fjölskylduguðsþjónusta og kvöldguðsþjónusta

Sunnudaginn 2. nóvember kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta þar sem Unglingakórinn syngur, nýkominn þá úr tveggja nátta æfingardvöl í Vík í Mýrdal ásamt Edit Molnár. Við munum fá að sá  söngatriðisins sem æskulýðsfélag Selfosskirkju var með á landsmóti æskulýðsfélaganna á Hvammstanga um síðustu helgi. Frábært atriði hjá þeim stöllum. Hvetjum aðstandendur og vini þeirra sem eru í æskulýðsfélaginu til að mæta í fjölskylduguðsþjónustuna.Verið öll velkomin.

Eyfi pressumynd 1Um kvöldið er boðað  til kvöldguðsþjónustu þar sem Eyfi syngur og spilar. Prestur er séra Axel Njarðvík. Eyfa þarf vart að kynna. Það verður innihaldsríkt að koma og leiðast til helgihalds með tónlist og söngvum samtímans í bland við gamlan texta. Verið öll velkomin til samfélagsins.

Orgelið „rokkar“

orgelpípurTónleikar í Selfosskirkju föstudagskvöldið 24. október kl.20:00

Fjölskyldutónleikar þar sem þekkt tónlist úr kvikmyndum s.s. Starwars, Pirates of the Caribbean, Indiana Jones,  með hljómsveitum eins og Queen, Abba ýmislegt fleira sem allir ættu að þekkja.
Organisti er Jón Bjarnason og Smári Þorsteinsson spilar á trommur. Aðgangseyrir er 2.000 kr. sem greiðast við inngang. Ekki er posi á staðnum. Frítt fyrir 15 ára og yngri, eldri borgara og öryrkja.
Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð á Suðurlandi sem hlaut styrk frá Menningarráði Suðurlands og héraðssjóði Suðurprófastsdæmis. Tónleikar verða í 5 kirkjum. Hafnarkirkju, Hveragerðiskirkju, Selfosskirkju, Skálholtsdómkirkju og Þorlákskirkju og fara allir fram í október.
Að morgni tónleikadags gefst börnum úr grunnskólum í næsta nágrenni við kirkjunnar kostur á því að koma og hlusta á stutta tónleika og kynningu á hljóðfærinu.

 

Þýskur sönghópur 26. okt kl. 20

Camerata3posturÞýski sönghópurinn Camerata Musica Limburg syngur í Selfosskirkju sunnudagskvöldið 26. október kl. 20.

Þýski karlakórinn Camerata Musica Limburg var stofnaður árið 1999. Kórinn er skipaður 13 söngvurum og hefur starfað undir stjórn Jan Schumacher frá upphafi. Hópurinn var stofnaður af fyrrum félögum í drengjakór Dómkirkjunnar í Limburg þar sem lengi hefur ríkt sú hefð að fyrrum félagar taki höndum saman og stofni kammerkóra sem hafa oftar en ekki notið mikillar velgengni.

Á efnisskrá Camerata Musica Limburg má finna mikið af nýrri kórtónlist í bland við eldra og þekktara efni. Þar leynast því bæði klassískar perlur frá merkustu tímum tónlistarsögunnar og nýstárleg verk eftir suma af bestu tónskáldum heimsinns í dag auk fjölda skemmtilegra útsetninga af þekktri popp- og jazztónlist.

Kórinn hefur tekið þátt í í fjölda keppna og hátíða víða um Evrópu og hefur vægast sagt sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum bæði í Þýskalandi og utan þess. Þar má meðal annars nefna fyrstu verðlaun í frönsku kórakeppninni Tours Vocal Competition Florilège Vocal árið 2006 og einnig í alþjóðlegri kórakeppni í Vlaanderen Maasmechelen í Belgíu árið 2007. Einnig sigraði kórinn í tveimur flokkum í kórakeppni í Bremen árið 2008 og síðast en ekki síst vann hann til verðlauna í keppni þýskra kóra sem fram fór í Dartmund árið 2010.

Vegna mikillar velgengni og góðs orðspors býðst kórnum oft tækifæri til að taka þátt í virtum hátíðum og keppnum um allan heim og hefur hann reglulega komið fram á stórum viðburðum sem sérstakur gestakór.

(frjáls framlög við kirkjudyr).

Sr. Kristinn Ágúst hættir

KristinnAgustSr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson hvarf til annarra starfa frá og með 14. október 2014.

Þann 14. október 2014 var undirritað samkomulag biskups Íslands við sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson um tilfærslu í starfi.

Í fréttatilkynningu frá biskupi Íslands, dags. 15. október 2014 kemur fram að sr. Kristinn Ágúst telur að við sameiningu Hraungerðisprestakalls og Selfossprestakalls árið 2009, þegar hann varð sóknarprestur í hinu sameinaða prestakalli, hafi honum ekki verið unnt að sinna sóknarprestsskyldum sínum í prestakallinu. Með þeirri ákvörðun að bjóða séra Kristni Ágústi samning um tilfærslu í starfi er tekið undir það sjónarmið hans.

Sr. Kristinn Ágúst verður sérþjónustuprestur Þjóðkirkjunar og heyrir beint undir biskup Íslands. Hann mun gegna sálgæslu og sáttamiðlun og sinna rannsóknum á því sviði, jafnframt því að sinna sérstakri þjónustu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Þá mun hann taka að sér einstök verkefni fyrir biskup og annast afleysingaþjónustu.

Auglýst verður eftir sóknarpresti og presti, sem munu taka við þjónustu sumarið 2015.

Í vetur mun sr. Axel Árnason Njarðvík þjóna prestakallinu.  Viðbótarprestsþjónusta verður einnig  tryggð  og munu upplýsingar um hana berast síðar.