Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 29. október

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 29. október kl. 11:00
500 ára afmælis siðbreytingarinnar verður minnst með orðum og sálmavali.  
Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur og prestur er Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir, gegn vægu gjaldi.

(Ó)NÝTT landsmót ÆSKÞ á Selfossi vel nýtt.

Helgina 20. – 22. október var Landsmót ÆSKÞ haldið á Selfossi. Mótið gekk eins og í sögu og var mál manna að aðstaðan á Selfossi væri mjög góð fyrir mót eins og þetta.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir æskulýðsstarf í landinu að sveitarfélög séu tilbúin að taka á móti unglingunum og það má svo sannarlega segja um Selfoss. Allir aðilar sem komu að mótinu voru jákvæðir fyrir því frá fyrsta degi. Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til Sveitarfélagsins Árborgar, Braga menningarfulltrúa, Guðmundar húsvarðar í Vallaskóla, Guðjóns húsvarðar og Hrannar í Iðu, HP kökugerðar, Guðnabakarí, Almars bakari, Sóknarnefndar Selfosskirkju, Hveragerði og Einars Björnssonar.

Mótið bar yfirskriftina (Ó)nýtt landsmót en þar horfðum við til sköpunarverksins og hvernig við erum að fara með jörðina. Fræðsla mótsins var um umhverfisvernd en eftir hana fengu æskulýðsfélagar að spreyta sig í alls konar umhverfisvænum verkefnum í Messy Church hópastarfi. Á mótinu var allt sorp flokkað og telst því mótið vel nýtt.

Næsta landsmót ÆSKÞ verður haldið á Egilsstöðum og eru æskulýðsfélagar landsins eflaust farnir að hlakka til.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju,

  

Karitas Harpa í kvöldmessu í Selfosskirkju

Næstkomandi sunnudagskvöld 22.október verður kvöldmessa í Selfosskirkju.  Karitas Harpa Davíðsdóttir ætlar að syngja við undirleik Stefáns Þorleifssonar.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kvöldmessur í Selfosskirkju eru notalegar og nærandi stundir þar sem hið hefðbundna messuform er brotið upp.  Í aðalhlutverki er falleg tónlist og orð Guðs sem byggir upp og nærir.  Það verður gott að koma – sjáumst í kirkjunni!

(Ó)nýtt landsmót

Landsmót ÆSKÞ (Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar) fer fram á Selfossi 20. – 22. október.

Yfirskrift mótsins í ár: (ó)nýtt landsmót – minnir okkur á það að hver hlutur og hugmynd er auðlind. Það sem er ónýtt í augum eins, er nýtt í huga annars.  Að endurnýta hluti sem og hugmyndir er til þess fallið að auka verðmæti og sama tíma sýna virðingu, ef við sækjumst alltaf bara eftir einhverju nýju skiljum við aldrei fullkomlega auðinn sem býr í hverjum hlut og því síður það kraftaverk sem jörðin okkar er.

Dagskráin er þéttskipuð, sundlaugarpartý, kvöldvökur, helgistundir fræðsla, vinnuhópar í tenglsum við þemað, ratleikur um bæinn, hæfileikakeppni, DJ Egill Spegill og Hr hnetusmjör sjá um ballið. Lokapunktur landsmóts er messa í Selfosskirkju en þar mun sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjóna og Kristján Valur Ingólfsson predika.

Fjölskyldumessa í Selfosskirkju 8.október

Það verður lífleg og skemmtileg fjölskyldumessa í Selfosskirkju nk. sunnudag kl. 11.  Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár, við heyrum Biblíusögu, sjáum brúðuleikrit og syngjum skemmtilega söngva.  Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi og sr. Ninna Sif.

Súpa í safnaðarheimilinu að messu lokinni – sjáumst í kirkjunni!

Þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju

Nk. sunnudag 8.október verður þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju.  Þangað eru allir hvattir til að mæta í þjóðbúningum, en það er auðvitað engin skylda.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, organist Ingi Heiðmar Jónsson, söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna leiðir sönginn.

Að messu lokinni verður messukaffi í Þjórsárverum, Pálinuboð þar sem allir leggja eitthvað til á kaffiborðið.

Meðfylgjandi mynd var tekin við  síðustu þjóðbúningamessu í Villingaholti.