Apríl og Biblían

Fjóra þriðjudaga í apríl 2019 verður blaðað á ný í Biblíunni á baðstofulofti Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um afar ráhugaverða þætti Biblíunnar, um eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 18:00 þriðjudaginn 2. apríl og stendur yfir góða klukkustund.  Síðan hittumst við næstu þriðjudaga, þann 9., 16. og 23. ap´ríl og svo einn til sem við finnum út saman. Vinsamlega skráið ykkkur með því að hringja skráningu í Axel síma 856 1574 eða með tölvupósti á axel.arnason@kirkjan.is.  Núna verður tekið fyrir fjórir þættir sem breyta veröld. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin, þau sem eru ung sem eldri.

Sunnudagsskóli og messa 24. mars 2019

Að vanda er sunnudagsskóli og messa í Selfosskirkju á sama tíma kl. 11 sunnudaginn 24. mars nk. Tækifæri gefst þá til að taka sálarinnar æfingar og stilla streng sinn tilverunni. Eldri nemendur Tónlistaskóla Árnesinga spila í messunni. Súpa í hádeginu í safnaðarheimilinu. Þú ert velkominn.

Messa sunnudaginn 10. mars kl. 11:00

Messa verður sunnudaginn 10. mars kl. 11:00.
Næstu þrjá sunnudaga fáum við til okkar nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga og sem koma fram í messunni.  Á sunnudaginn mun Pétur Nói Stefánsson spila á flygilinn.  
Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma umsjón Katrín Ragna og Erna Kristín.
Súpa og brauð á eftir.