Á næstunni: Krossamessa, klassískir tónleikar og KK í kvöldmessu

Sunnudaginn 4. maí verður hin árlega krossamessa sem er uppskeruhátíð allra kóra kirkjunnar og þá verða þær sem eru að ljúka störfum með Unglingakórnum heiðraðar sérstaklega.  Um kvöldið kl. 20 verða tónleikar þar sem fram koma  Kammerkór Suðurlands, Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage, Guðný Guðmundsdóttir, Haukur Guðlaugsson, Hilmar Örn Agnarsson og Gunnar Kvaran.  Sunnudagskvöldið 11. maí verður svo síðasta kvöldmessa vetrarins en þá mun hinn góðkunni tónlistarmaður KK (Kristján Kristjánsson) leiða tónlistina.

Fermingarmessa 27. apríl

Sunnudaginn 27. apríl kl. 11 verður fjórða fermingarmessan á þessu vori.  Prestar kirkjunnar þjóna ásamt organista og kirkjukór. Sex börn verða fermd svo nóg pláss ætti að vera í kirkjunni fyrir almenna messugesti.

Frjálsíþróttamessa fyrir alla fjölskylduna á sumardaginn fyrsta!

Á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, verður sumri fagnað í Selfosskirkju með frjálsíþróttamessu sem hefst kl. 11.  Messan er samstarfsverkefni kirkjunnar og frjálsíþróttadeildar Umf Selfoss.   Fjöldi ungra iðkenda sýnir listir sínar.  Yfirþjálfari deildarinnar flytur stutt erindi ásamt tveimur iðkendum.  Mikill söngur, sumarsálmar og mikil gleði.  Bænablöðrum verður sleppt út í sumarið.  Umsjón með messunni hafa Edit, sr. Ninna Sif og sr. Óskar.  Boðið verður upp á grillaðar pylsur og svaladrykk í safnaðarheimili að messu lokinni.  Frábær byrjun á sumri – sjáumst í kirkjunni!

Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8 og morgunverður á eftir

Á páskadag, 20. apríl, verður hátíðarmessa kl. 8.  Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og organisti Jörg Sondermann.  Kirkjukórinn leiðir sönginn.  Að messu lokinni býður sóknarnefnd Selfosssóknar til morgunkaffis í safnaðarheimili.  Sjáumst á páskadagsmorgun – í kirkjunni!

Samlestur á bókinni Vakandi hugur-vökult hjarta

Vakandi hugur-100

Kyrrðarbænin (Centering Prayer) er víða stunduð í hópum á Íslandi – og um allan heim og líka í Selfosskirkju.  Boðið verður upp á lestrarferðalag um bókina Vakandi hugur- vökult hjarta eftir einn af upphafsmönnum Kyrrðarbænarhreyfingarinnar  Thomas Keating. Kyrrðardagar og námskeið með áherslu á iðkun Kyrrðarbænarinnar má kynnat betur á vefnum undir www.kristinihugun.is. Í þessari bók lýkur höfundur upp fyrir lesandanum veröld innri þagnar. Nýjar og ævintýralegar víddir opnast  og sem sagt einni hér í Selfosskirkju kl. 17 næstu mánudaga og sá fyrsti verður þann 14. apríl. Allir velkomnir.

Bókin kostar kr. 2500,- í Kirkjuhúsinu en fæst víðar í bókaverslunum.

Passíusálmar á föstudeginum langa 2014

image

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Selfosskirkju föstudaginn langa, þann 18. apríl. Lesturinn hefst kl. 13 og Píslarsagan verður lesin milli sálma. Lestrinum lýkur með 50. sálminum en hann byrjar kl. 17:14 eða um það bil. Óskað er eftir fólki til að lesa og gott tækifæri gefst til dæmis fyrir hjón eða barn og foreldri til að lesa einn sálm saman. Umsjón með Passíusálmalestrinum þetta árið er í höndum sr. Axels og þau sem vilja ljá þessum lestri lið eru beðin að hringja í hann í síma 8561574 sem fyrst. Allir hjartanlega velkomnir að líta við í kirkjunni og íhuga um stund dauða og pínu Jesú.

Síðara föstuhádegi í Selfosskirkju

image

Föstuhádegi hið síðara verður kl. 12 föstudaginn 11. apríl. Þetta er samvera sem hefst með orgelspili og helgistund í kirkjunni en síðan er farið í safnaðarheimilið og boðið upp á fiskmeti og kaffisopa á eftir. Málsverður kostar 1200 kr. fyrir manninn og rennur ágóði í Hjálparsjóð Selfosskirkju.  Allir velkomnir!