Sunnudaginn 31.janúar sem er Biblíudagurinn er messa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit Molnár. Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón æskulýðsleiðtoga. Á eftir er svo súpa og brauð sem kvenfélag kirkjunnar reiðir fram. Það er gott að koma í kirkju – sjáumst á sunnudaginn!
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2016
Messa sunnudaginn 23. janúar kl. 11:00
Messa sunnudaginn 23. janúar kl. 11:00. Prestur Guðbjörg Ararndóttir. Organisti Edit Molnár, Kirkjukórinn syngur.
Súpa og brauð að athöfn lokinni.
Sunnudagaskólinn á sama tíma.
Villingaholtskirkja
Guðsþjónusta sunnudaginn 23. janúar kl. 13:30. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur
Foreldramorgnar í Selfosskirkju
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga í Selfosskirkju kl. 10:30-12:00.
Í dag 20. janúar kl. 11:00 munum við fá heimsókn frá Bóksasafni Árborgar. Fáum kynningu á nýjum skáldsögum sem og góðum bókum fyrir nýbakaða foreldra.
Sjáumst í kirkjunni.
http://bokasafn.arborg.is/
Fjölskyldumessa og kvöldmessa 17.janúar
17.janúar er fjölskyldumessa kl. 11 og markar hún formlega upphaf barna – og æskulýðsstarfs á nýju ári. Unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár, saga, söngur og eitthvað týnt – og vonandi fundið líka! Umsjón með stundinni hafa sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi.
Kl. 20 er komið að fyrstu kvöldmessu ársins. Þar sjá um tónlist fyrrum meðlimir barna – og unglingakóra kirkjunnar, þær Kristín Arna Hauksdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Margrét Arnardóttir, Þorgerður Helgadóttir og Hrafnhildur Hugborg Jónsdóttir. Undirleikari er Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Verum öll velkomin í kirkjuna á morgun – sjáumst!
Konur eru konum bestar
Konur eru konum bestar
Dagana 21. og 28.janúar kl. 19-22 verður boðið upp á námskeiðið Konur eru konum bestar í Selfosskirkju. Um er að ræða sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur sem hefur notið mikilla vinsælda og þúsundir kvenna sótt sér til uppbyggingar. Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Guðbjörg Arnardóttir og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis en skráning nauðsynleg á netföngin gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða ninnasif@gmail.com eða í síma 8654444 (Guðbjörg) eða 8491321 (Ninna Sif).
Messa sunnudaginn 10. janúar 2016
Messa sunnudaginn 10. janúar kl. 11:00.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Glúmur Gylfason, Kirkjukórinn syngur.
Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu að messu lokinni gegn vægu gjaldi