Helgihald á fyrsta sunnudegi í aðventu í Selfosskirkju

Hátíðleg barna- og fjölskyldumessa sunnudaginn 2. desember kl. 11:00.  Unglingakórinn syngur, kórstjóri Eyrún Jónasdóttir, Umsjón með messunni Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.  Súpa og brauð að messu lokinni, sömuleiðis verður Unglinakórinn með kökubasar.

 Aðventukvöld sunnudaginn 2. desember kl. 20:00. Kirkjukórinn, Unglingakórinn og Barnakórinn syngja, kórstjórar eru Ester Ólafsdóttir og Eyrún Jónasdóttir.  Ræðumaður kvöldsins er Bjarni Harðarson, Guðbjörg Arnardóttir leiðir stundina.  Hátíðleg og falleg samvera á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Messa 25.nóvember

Sunnudaginn 25. nóvember er messa í Selfosskirkju kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kór kirkjunnar syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.

Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón æskulýðsleiðtoga.

Súpa og brauð að messu lokinni gegn vægu gjaldi.

Blaðað í Biblíunni 2018- smá breyting

Fjóra þriðjudaga í desember 2018 verður blaðað í Biblíunni á baðstofulofti Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um afar ráhugaverða þætti Biblíunnar, um eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 18:00 þriðjudaginn 4. desember og stendur yfir góða klukkustund.  Síðan hittumst við næstu þriðjudaga, þann 11. og 18. desember og svo einn til sem við finnum út saman. Vinsamlega skráið ykkkur með því að hringja skráningu í Axel síma 856 1574 eða með tölvupósti á axel.arnason@kirkjan.is. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin.

18. nóvember 2018

Hjálpað á fætur

Hjálpað á fætur

Þann sunnudag verður messa og barnastarf kl. 11 í Selfosskirkju. Hugum að uppbyggingu sálar og samfélags með hvert öðru. Barnastarfið leiðir Jóhanna Ýr. Prestur Axel og organgisti Ester. Kirkjukór leiðir söng. Súpa gegn vægu gjaldi í safnaðarheimili. Verið velkomin. 

Allra heilagra messa

Sunnudaginn 4. nóvember, á Allra heilagra messu, verður guðsþjónusta í Selfosskirkju kl. 11.  Við komum saman til að minnast og til að þakka og tendrum ljós í minningu látinna ástvina.  Kór kirkjunnar syngur, prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoga í æskulýðsstarfinu.  Að messu lokinni er borin fram súpa og brauð gegn vægu gjaldi.