Aðventukvöld í Selfosskirkju

Sunnudagskvöldið 1.desember, fyrsta sunnudag í aðventu, verður aðventukvöld í Selfosskirkju.

Ræðumaður kvöldsins er Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur.  Allir kórar kirkjunnar koma fram undir stjórn Edit Molnár.  Gísli Stefansson syngur einsöng og Sellóhópur TÁ leikur.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Breytingar á prestsþjónustu

Ninna Sif Svavarsdóttir prestur í Selfossprestakalli hefur verið skipuð sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli og mun taka við 1. desember nk.
Kveðjumessa verður sunnudaginn 8. desember kl. 11:00 í Selfosskirkju og kaffisamsæti á eftir.
Meðan á auglýsingarferli vegna embættist prests í Selfossprestakalli stendur mun Gunnar Jóhannesson þjóna í prestakallinu.  Gunnar hefur verið sóknarprestur í Hofsós- og Hólaprestakalli, í Norgi og sinnt afleysingum sl. misseri.

 

Helgihald sunnudaginn 10.nóvember

Sunnudaginn 10.nóvember verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju.  Barnakórinn syngur, biblíusaga, söngur og gleði.  Umsjón hafa Edit Molnár, Jóhanna Ýr og sr. Ninna Sif.  Ljúffeng súpumáltíð í safnaðarheimilinu að messu lokinni gegn vægu gjaldi.

Kl. 13.30 verður guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju.  Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngurog leiðir almennan söng undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar organista, prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Að guðsþjónustu lokinni verður “pálínuboð” í Þingborg þar sem Ingi Heiðmar Jónsson fyrrum organist verður kvaddur og honum þökkuð vel unnin störf.  Allir hjartanlega velkomnir!

Sunnudagur 3. nóvember – Allra heilagra messa og látinna ástvina minnst

Sunnudaginn 3. nóvember verður sunnudagaskóli / fjölskyldusamvera í Selfosskirkju kl. 11:00.  Umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.  Ætlar hún m.a. að fara í feluleik um allt húsnæði kirkjunnar.

Allra heilagra messa og látinna ástvina minnst
Ekki verður hefðbundin messa kl. 11:00 heldur verður hún um kvöldið kl. 20:00.  Kirkjukórinn mun syngja, organisti Edit A. Molnár og prestur Arnaldur Bárðarson.
Hefð er fyrir því að minnast þeirra sem eru látin á fyrsta sunnudegi í nóvember, allra heilagra messu og fólki gefst kostur á að kveikja á kerti í minningu látinna ástvina.