Samtal um sorg í Selfosskirkju

Eftir páska verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju.  Um er að ræða 4 samverur sem hefjast á stuttu erindi en síðan er boðið um á samtal.  Samtalinu stýra prestar kirkjunnar þær Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.

Komið er saman á baðstofuloftinu í Selfosskirkju fimmtudagskvöldin 5., 12. og 26.apríl og svo miðvikudaginn 2.maí.  Samtalið hefst kl. 20 og stendur í um klukkustund.

Skráning fer fram hjá prestunum á netfangið gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða í síma 8654444 eða ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is eða í síma 8491321.

Helgihald í Dymbilviku og um páska

Skírdagur 29. mars:
Fermingarmessa í Selfosskirkju kl. 11:00.

Prestur Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn og raddir úr Unglingakórnum syngja.
Messa í Laugardælakirkju kl. 13:30.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisiti Ingi Heiðmar Jónsson, almennur safnaðarsöngur.
Helgistund með altarisgöngu kl. 20:00.
Helgistund með kórsöng og altarisgöngu og borðsamfélagi að stundinni lokinni.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, Kirkjukórinn syngur, organisit Edit A. Molnár.

Föstudagurinn langi, 30. mars.
Lestur Passíusálma kl. 13:00.
Passíusálmar lesnir frá kl. 13:00-16:00.  Fulltrúar ýmissa félagasamtaka á Selfossi lesa Passíusálma.  Frískir Flóamenn koma að lestrinum og halda svo í föstuhlaup, áhugasamir hlauparar hvattir til að koma og taka þátt í hlaupinu.  Kaffispopi í Safnaðarheimlinu meðan á lestrinum stendur og hægt að koma og fara að vild.

Páskadagur 1. apríl
Hátíðarmessa kl. 08:00.
Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Morgunkaffi á eftir í boði sóknarnefndar.
Hátíðarmessa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00.
Pestur Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur.

Annar páskadagur 2. apríl.
Hátíðarmessa kl. 11:00 í Villingaholtskirkju.
Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur.

Fermingarmessa á pálmasunnudag

Fyrsta ferming vorsins er á pálmasunnudag kl. 11:00.  Það er mikil tilhlökkun og eftirvænting í loftinu.  Prestar í fermingarmessunni eru Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.  Organisiti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur ásamt röddum úr Unglingakórnum.
Þegar það eru fermingarmessur er engin súpa í safnaðarheimilinu.

Sunnudagaskólinn verður þennan sunnudag í Sundhöll Selfoss kl. 11:00 í umsjón Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur ásamt leiðtogum.

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 18.mars

Sunnudaginn 18.mars verður messa kl. 11.  Boðunardagur Maríu.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur, organisti Edit Molnár.  Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoga.  Súpa í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi að messu lokinni.  Sjáumst í kirkjunni!

Helgihald í Selfosskirkju 11. mars

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 11. mars kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir.

Batamessa kl. 17:00.
Vinir í bata á Selfossi bjóða til Batamessu í Selfosskirkju næstkomandi sunnudag, þann 11. mars kl.17:00.

Sr. Guðbjörg Arnardóttir mun þjóna, við fáum að heyra vitnisburð og kirkjugestum boðið að taka þátt í trúariðkun. Boðið verður upp á veitingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu, þar gefst tækifæri á að spjalla og eiga samfélag. Hér á Selfossi er stór hópur fólks búinn að fara í gegnum 12 sporin andlegt ferðalag, það er alltaf gaman að hittast og deila því sem á dagana hefur drifið og rifja upp gömul og góð kynni. Allir velkomnir