Boðað til fundar með foreldrum verðandi fermingarbarna

Boðað til fundar með foreldrum verðandi fermingarbarna
Við prestarnar í Selfosskirkju, Eyrarbakkakirkju, Stokkseyrarkirkju, Laugardælakirkju, Villingaholtskirkju, Hraungerðiskirkju og Gaulverjabæjarkirkju boðum til fundar fyrir þau sem áhuga hafa á því að kynna sér og skrá sig í fermingarfræðslu hjá okkur.
Við boðum til fundar í Selfosskirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 18:00.  Á fundinum förum við yfir skipulag fermingarfræðslunnar, gefum upp fermingardaga vorsins 2022 og opnum fyrir skráningu í fermingarfræðsluna.
Fyrir þau sem ekki komast á fundinn munu allar upplýsingar sem fram koma verða aðgengilegar á heimasíðu Selfosskirkju að fundi loknum.
Við hlökkum til að sjá ykkur
Kær kveðja
Guðbjörg Arnardóttir, gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is
Arnaldur Bárðarson, arnaldur.bardarson@kirkjan.is
Gunnar Jóhannesson, gunnar.johannesson@kirkjan.is

Guðsþjónusta í Selfosskirkju sunnudaginn 16. maí kl. 11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 16. maí kl. 11:00 í Selfosskirkju. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Arnaldur Bárðarson. Það verður gott að koma saman til hefðbundinnar guðsþjónustu, heyra falleg orð, syngja saman sálma og verður barn borið til skírnar.
Allra sóttvarna er gætt, fólk skráir sig við komu í kirkjuna og minnum á grímuskyldu.

Krossamessa sunnudaginn 2. maí kl. 11:00

Þá er loks komið að almennri messu í Selfosskirkju eftir hlé, á morgun, sunnudaginn 2. maí kl. 11. Á morgun verður sk. krossamessa þar sem við þökkum unglingakórnum okkar fyrir þjónustu sína við kirkjuna og kveðju þá sem nú “útskrifast” úr kórnum. Edit Molnár spilar undir og unglinakórinn syngur í messunni. Við virðum sóttvarnarreglur en að öðru leyti mega hundrað manns koma saman í kirkjunni. Vertu velkomin(n).