Guðsþjónustur í Árborgarprestakalli 23. október


Guðsþjónusta verður í Eyrabakkakirkju kl. 11.

Arnaldur Bárðarson þjónar fyrir altari. Organisti er Guðmundur Sigurðsson

Guðsþjónusta verður í Selfosskirkju sunnudagskvöldið 16. október kl. 20.

Arnaldur Bárðarson þjónar fyrir altari. Kirkjukór Selfoss syngur undir stjórn Edit Molnár.

Einnig munu Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari og Luke Starkey lútuleikari flytja lútusöngva eða enska gullaldarsöngva í messunni.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Biskup Íslands vísiterar


Messað verður í Selfosskirkju sunudaginn 16. október kl. 11.

Biskup Íslands heimsækir Árborgarprestakall og tekur þátt í messunni ásamt prestum Selfosskirkju. Edit Molnár leikur á orgelið og kirkjukór Selfoss leiðir safnaðarsönginn. Boðið verður upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu eftir messu og eru allir hjartanlega velkomnir.

Dagskrá biskupsvisitasíunnar er sem hér segir:

Laugardagur 15. október

Kl. 9:30, helgistund í Stokkseyrarkirkju og samtal við sóknarnefnd

Kl. 11:00, helgistund í Eyarbakkakirkju og samtal við sóknarnefnd

Hádegismatur í Rauða húsinu

Kl. 13:00, helgistund í Gaulverjabæjarkirkju og samtal við sóknarnefnd

Kl. 15:00, helgistund og samtal við sóknarnefnd Laugardælakirkju

Sunnudagur 16. október

KI. 9:30, samtal við sóknarnefnd Selfosskirkju

KI. 11:00, messa i Selfosskirkju

Hádegismatur

KI. 13:00, helgistund og samtal við sóknarnefnd Hraungerðiskirkju

KI. 14:00, helgistund og samtal við sóknarnefnd Villingaholtskirkju