Gleðilegt ár

Vegna sóttvarnartakmarkana og tilmæla Biskups Íslands verður ekki áramótaguðsþjónusta í Selfosskirkju.
Þá er rétt að benda á að ekki verður barna- og æskulýðsstarf fyrr en eftir 10. janúar.
Morgunbænir hefjast á ný 11. janúar 9:15 og verða áfram á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum og kyrrðarstundin sem er alla miðvikudaga kl. 17:00 hefst 12. janúar.

Breyting á helgihaldi vegna samkomutakmarkana

Breytingar á jólamessum vegna sóttvarnartakmarkanna.

Messað verður í Selfosskirkju á aðfangadegi kl. 18 og 23:30. Öðrum messum er aflýst.

Kæru sóknarbörn!

Með auknum smittölum og hertum sóttvarreglum næstu þrjár vikurnar er ljóst að svigrúm fyrir áður auglýstar hátíðarmessur í kirkjum Árborgarprestakalls er verulega skert þessi jólin.

Við höfðum lengi horft til jólanna með mikilli tilhlökkun yfir því að geta nú opnað dyrnar að kirkjunum okkar. Við teljum það hins vegar ábyrgt, eins og staðan er nú, að aflýsa öllum áformuðum messum öðrum en aftansöng kl. 18 í Selfosskirkju og miðnæturmessu kl. 23:30 í Selfosskirkju 24. desember.  Verða stundirnar lágstemmdar með fallegum jólasálmum og almennum safnaðarsöng.

Í Selfosskirkju getum við boðið upp á tvö sóttvarnarhólf þar sem við höfum einnig rými til að halda tveggja metra fjarlægð á milli óskyldra aðila.  Eru þau sem vilja og geta komið hjartanlega velkomin á meðan rými leyfir. Mega 50 vera saman í hvoru hólfi. Minnum við einnig á grímuskyldu.

Áfram verður hægt að hlýða á aftansöng á Rás 1 á aðfangadag sem og aðrar jólamessur í útvarpi og sjónvarpi yfir hátíðirnar.

Við óskum ykkur kæru sóknarbörn öllum friðar og helgi yfir jólahátíðina og vonum að þið eigið gefandi og góðar stundir með ykkar nánustu.

Það er ómögulegt að sjá hvað bíður á nýju ári, en við vonum að með hækkandi sól bíði okkar margar gleðilegar og gefandi stundir í kirkjum Árborgarprestakalls.

Með jóla- og nýársóskum,

Sr. Guðbjörg, sr. Gunnar, sr. Arnaldur.

Helgihald 12. desember

Við munum hefja helgihald á ný og vinna út frá gildandi takmörkunum og hólfaskiptingu.

Sunnudaginn 12. desember er jólaball sunnudagaskólans kl. 11:00. Byrjum á helgistund í kirkjunni og syngjum svo jólalögin við jólatréð í Safnaðheimilinu. Umsjón með stundinni hafa Sjöfn Þórarinsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.

Um kvöldið kl. 20:00 verður aðventukvöld, þar mun kirkjukórinn syngja og einsöng með þeim syngur Þóra Gylfadóttir, organisti Edir A. Molnár og prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Hleypt verður hámarksfjölda inn í kirkjunni og eftir það hámarksfjölda inn í Safnaðarheimilinu.

Aðventustund á öðrum sunnudegi í aðventu í Selfosskirkju

Í vikunni tókum við upp aðventustund í Selfosskirkju og nú er það Barnakór Selfosskirkju sem syngur fyrir okkur. Í haust byrjuðu mörg börn í kórnum og eru að stíga sín fyrstu skerf við kórsöng í kirkjunni. Það eru auðvitað vonbrigði að geta ekki fengið að njóta þess að sjá þau koma fram í kirkjunni en við treystum því að sá tími munu þó koma. Stjórnendur kórsins eru Edit A. Molnar og Kolbrún Berglind Grétarsdóttir. Gunnar Jóhannesson segir sögu og kveikir á öðru kertinu á aðventukransinum. Megið þið njóta stundarinnar.