Krossamessa og tónlistarveisla!

Sunnudaginn 1.maí er krossamessa í Selfosskirkju. Barna – og unglingakórar kirkjunnar syngja við guðsþjónustuna undir stjórn Edit Molnár. Elstu nemendur kórsins verða kvaddir með krossi. Einnig leikur strengjasveit með flinkum spilurum á aldrinum 10-15 ára frá Gdansk í Póllandi, stjórnandi þeirra er Anna Podhajska. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Sjáumst öll í kirkjunni!
Kl. 15 á sunnudag er svo uppskeruhátíð kóra kirkjunnar þar sem allir kórarnir koma fram og syngja íslensk þjóðlög í ýmsum útsetningum, erlendar perlur og einsöngslög. Miðaverð er 1500 kr. og innifalið eru kaffiveitingar sem bornar verða fram í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.

Gjöf til Selfosskirkju

10359505_10153875966805469_684659352773815265_n

Í mars fagnaði Selfosskirkja 60 ára afmæli. Að því tilefni komu fyrrum kórfélagar úr Barna og unglingakór Selfosskirkju ásamt núverandi unglingakór saman eina kvöldstund og sungu. Þetta var góð stund í kirkjunni þar sem gaman var að rijfa upp gamla tíma með því að syngja sálmana góðu og spjalla í lok stundarinnar. Fyrrum kórfélgar ákváðu við þessi tímamót að gefa peningagjöf sem renna myndi í sjóð til að kaupa kórpalla. Nú hefur gjöfin verið afhent og eru því komnar 85.000.- kr í sjóð fyrir kaupum á nýjum kórpöllum í kirkjuna.

Fjölskyldusamvera – uppskeruhátíð barnastarfs í Selfosskirkju

Fjölskyldusamvera verður í Selfosskirkju sumardaginn fyrsta kl. 11:00.  Uppskeruhátíð barnastarfsins.

Messy Church – messu-stöðva-stuð eða kirkjubrall.  Föndrað, leikið, málað út frá sköpunarsögunni á mörgum stöðum í kirkjunni.

Ekki koma í sparifötunum 🙂

Síðan verður boðið upp á pylsur á eftir.

Fyrir samveruna fæst vegabréfsstimpill á Vor í Árborg.

download (1)download

Fermingarmessur í Selfosskirkju 16. og 17. apríl kl. 11:00

  1. apríl kl. 11:00. Prestar: Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir

Egill Ingi Þórarinsson, Sílatjörn 9, 800 Selfoss

Gabriel Árni Valladares Inguson, Ástjörn 9, 800 Selfoss

Gabríel Bjarni Jónsson, Kirkjuvegi 33, 800 Selfoss

Guðrún Lovísa Magnúsdóttir, Grundartjörn 7, 800 Selfoss

Hafliði Már Óskarsson, Dverghólum 21, 800 Selfoss

Inga Matthildur Karlsdóttir, Tröllhólum 11, 800 Selfoss

Íris Arna Elvarsdóttir, Furugrund 11, 800 Selfoss

Natalia E Valladares Ingudóttir, Ástjörn 9, 800 Selfoss

Sveina Björt Kristbjargardóttir, Háengi 15, 800 Selfoss

Vilhelm Freyr Steindórsson, Baugstjörn 17, 800 Selfoss

  1. apríl kl. 11:00. Prestar: Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir

Baldur Snær Yngvason, Suðurbraut 10, 800 Selfoss

Brynhildur Sif Viktorsdóttir, Grafhólum 18, 800 Selfoss

Einar Ísak Friðbertsson, Folaldahólum 13, 800 Selfoss

Glódís Ólöf Viktorsdóttir, Grafhólum 18, 800 Selfoss

Hlynur Héðinsson, Kálfhólum 25, 800 Selfoss

Ísabella Sara Halldórsdóttir, Hraunhólum 20, 800 Selfoss

Jón Karl Sigurðsson, Hrafnhólum 2, 800 Selfoss

Krister Frank Andrason, Gauksrimi 3, 800 Selfoss

Rebekka Lind Daníelsdóttir, Álftarima 14, 800 Selfoss

Sigríður María Jónsdóttir, Víðivöllum 18, 800 Selfoss

Stefanía Hrönn Stefánsdóttir, Suðurbraut 34, 800 Selfoss

Zara Björk Guðlaugsdóttir, Kirkjuvegi 20, 800 Selfoss

Þuríður Eygló Haraldsdóttir, Fosstúni 6, 800 Selfoss

Messa sunnudaginn 10.apríl kl. 11

góði hirðirinn

Nk. sunnudag 10.apríl verður að vanda messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Guðspjall sunnudagsins er úr Jóh. 10 þar sem Jesús segir: “Ég er góði hirðirinn”.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Edit Molnár og kór kirkjunnar syngur.  Sunnudagaskólanum stýrir Jóhanna Ýr af sinni alkunnu snilld.  Að messu lokinni reiðir kvenfélag kirkjunnar fram súpu í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi.  Sjáumst í kirkjunni!

Batamessa í Selfosskirkju

kertaljós

Nk. sunnudag 10.apríl kl. 17 bjóða Vinir í bata til batamessu.  Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina.  Batamessa eru ólík hefðbundinni  sunnudagsmessu að mörgu leyti en.   Hún er sniðin að þeim sem farið hafa í gegnum 12 sporin en allir eru hjartanlega velkomnir.  Mikill fjöldi hefur farið í gegnum sporin 12 hér í Selfosskirkju og væri gaman að sjá einhverja þeirra við messuna.    Kaffi og veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sorgarhópur í Selfosskirkju

Sorgarhópur í Selfosskirkju

Í apríl verður farið af stað með sorgarhópa í Selfosskirkju.  Samveran byggist á stuttu innleggi og síðan umræðum er varða sorg og sorgarúrvinnslu.  Það er gerir mörgum gott sem hafa gengið í gegnum sorg eða áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum og geta þannig í trúnaði og einlægni rætt um líðan sína.  Umsjón með samverunum hafa Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur og prestar Selfosskirkju Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.  Fyrsta samveran verður miðvikudaginn 20. apríl kl. 17:30 og næstu þrjá miðvikudaga á eftir.  Óskað er eftir því að fólk skrái sig hjá prestunum á eitthvað af eftirfarandi netföngum:  axel.arnason@kirkjan.is, ninnasif@gmail.com, gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is

IMG_8500

Vortónleikar Karlakórs Rangæinga í Selfosskirkju

Karlakór Rangæinga heldur vortónleika í Selfosskirkju þriðjudaginn 12. apríl kl. 20:30.

Sérstakir gestir: Þórunn Elfa Stefánsdóttir sópran og kvartettinn Rangárdætur (söngnemendur úr Tónlistarskóla Rangæinga).

Undirleikarar: Glódís Margrét Guðmundsdóttir á píanó og Grétar Geirsson á harmoníku.

Stjórnandi: Guðjón Halldór Óskarsson, organisti.

Efnisskráin er létt og fjölbreytt eins og sjá má m.a. hér: www.karlar.is

Karlakór afmælistónleikar 2015 BÓ 104