Rétt að minna á messu og sunnudagsskóla morgundagsins, sunnudagsins 21. október 2018 kl.11. Jóhanna Ýr hefur umsjón með barnastarfinu og sr. Axel leiðir helgihaldið í kirkjunni. Ester Ólafsdóttir spilar á orgelið. Kórinn syngur og fólkið tekur undir. Fermingarbörn komi með foreldrum.
Axel handleggs brotinn
Eins og undanfarin ár er dagur heilbrigðisþjónustunnar haldinn þann sunnudag sem næstur er degi Lúkasar læknis og guðspjallamanns sem er 18. október. Næsti sunnudagur er tileinkaður þessu málefni. Dagurinn á sér fyrirmynd í „Healthcare Sunday“ sem fyrst var haldinn í Bretlandi fyrir um einum og hálfum áratug. Fleiri kirkjur hafa tekið daginn upp. Markmiðið er að lyfta upp heilbrigðisþjónustunni til að styðja, styrkjog vekja athygli á því umfangsmikla starfi sem unnið er á vettvangi heilbrigðisþjónustunnar og biðja fyrir þeim sem starfa innan hennar, þeim sem þjónustuna þiggja og þeim sem sinna leiðtogastörfum og taka vandasamanr ákvarðarnir sem lúta að heilbrigðismálum.
Verið öll hjartanlega velkomin til andlegrar uppbyggar sálar og samfélags.