Samkvæmt nýjustu reglugerð um sóttvarnir er okkur heimilt að kalla fólk til helgihalds á ný í kirkjunum okkar.
Við vekjum þó athygli á að í athöfnunum er grímuskylda og skal fólk halda metersfjarlægð við óskylda aðila.
Sömuleiðis hefst barna- og æskulýðsstarf að nýju sem og æfingar hjá barna- og unglingakórunum.
Það verður því messa næstkomandi sunnudag 6. febrúar í Selfosskirkju kl. 11:00 og sunnudagaskóli á sama tíma.
Við minnum á morgunbænastundir þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 9:15 og kyrrðarstund á miðvikudögum kl. 17:00.
Það er gleður okkur mikið að geta á ný boðið upp á helgihald og nú verða kirkjubekkirnir ekki auðir mikið lengur.
