Vegna samkomutakmarkana

Fyrirhugað var að hafa helgistund í Selfosskirkju nk. sunnudag þann 16. janúar. Hins vegar hafa takmarkanir verið framlengdar og sömuleiðis borist tilmæli frá Biskupi Íslands að kalla fólk ekki til helgihalds. Við munum virða það og því verður ekki helgihald í kirkjunni eins og búið var að auglýsa og gera ráð fyrir.

Sömuleiðis verður ekki heldur sunnudagaskóli eins og búið var að gera ráð fyrir.

Tilkynning

Næstkomandi sunnudag 9. janúar verður ekki messa í Selfosskirkju. Við bíðum eftir nýrri reglugerð sem tekur gildi í næstu viku. Við treystum því að geta þá fundið leið til að halda úti helgihaldi sem tekur mið af gildandi takmörkunum.
Morgunbænir og kyrrðarstundir hefjast að nýju í næstu viku enda rúmast þær innan sóttvarnartakmarkana.
Barna- og æskulýðsstarf hefst sömuleiðis að nýju í næstu viku en vert að fylgjast með tilkynningum á Facebook ef fella þarf starfið niður með skömmum fyrirvara.