Messur í Selfossprestakalli sunnudaginn 2. febrúar 2020

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 2. ferbúar kl. 11:00:
Kirkjukórinn syngur og Edit Molnár spilar undir og stjórnar.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Súpa í Safnaðarheimilinu eftir messu gegn vægu gjaldi.
Athugið að nú er sunnudagaskólinn kl. 13:00, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.

Í Hraungerðiskirkju verður guðsþjónusta kl. 13:30 og þar syngur Söngkór Hraungerðis og Villingaholtssókna undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar.

Verið velkomin til helgihalds þessa sunnudags

Barna- og unglingastarfið í kirkjunni

Nú er allt barna og unglingastarf kirkjunnar komið á fullt skrið á nýju ári.

Sem fyrr er 6-9 ára starf í Sunnulæk á þriðjudögum kl. 13 og á fimmtudögum kl. 13 í Vallaskóla. Skráningar fara fram á Skrámi https://selfosskirkja.skramur.is/login.php

Æskulýðsfundir eru á þriðjudagskvöldum kl. 19:30. Framundan hjá unglingunum er Febrúarmót í Vatnaskógi.

http://aeskr.is/februarmot/?fbclid=IwAR3bwusPQPQBXYbfcKIdsrwFakmHJ_pNnW6rOLxx7Rtr5k4je8abefi2Tdw

TTT 10 – 12 ára starf er á miðvikudögum kl. 16 – 17. Framundan í TTT er ma. TTT mót í Vatnaskógi í mars þar sem hópurinn gistir eina nótt.

Foreldramorgnar eru á miðvikudögum kl. 11 – 12:30.   https://www.facebook.com/groups/286018154853258/

Ný tímasetning á fjölskyldusamverum/sunnudagaskóla er kl. 13:00 á sunnudögum.

Næsta fjölskyldumessa verður 9. febrúar í umsjón sr. Gunnars og Rebekku leiðtoga.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju

 

Dagur breytinga

Fiskurinn er eitt af elstu táknum kristninnar.

Sunnudaginn 26. janúar 2020 munum við gera breytingar á tímasetningu fjölskyldusamverunnar og sunnudagaskólans og hefst stundin kl. 13:00. Þetta er tilraunaverkefni fram að vori og hugsað til að þjónusta sóknarbörn Selfosskirkju og Selfossprestakalls enn betur. Söngur, biblíusögur, leikir, föndur, brúður og margt fleira.

Hins vegar heldur 11. messan sér og verður á sínum stað og sinni stund. Þann dag þjónar sr. Axel Njarðvík, héraðsprestur fyrir altari og Edit Molnár, organsti leiðir kór og söfnuð í söng og svörum. Súpa í safnaðarheimili í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Verið ávallt velkomin í Selfosskirkju!

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og þökkum góð samskipti á liðnu ári.
Á morgun þriðjudaginn 7. janúar hefjast aftur hinar reglulegu bænstundir kl. 9:15 í kirkjunni og að stundinni lokinni er kaffisopi í Safnaðarheimilinu.

Sunnudaginn næsta 12. janúar er fjölskyldumessa kl. 11:00, umsjón með stundinni hafa Guðbjörg Arnardóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sigurður Einar Guðjónsson.