Gjöf til Selfosskirkju

10359505_10153875966805469_684659352773815265_n

Í mars fagnaði Selfosskirkja 60 ára afmæli. Að því tilefni komu fyrrum kórfélagar úr Barna og unglingakór Selfosskirkju ásamt núverandi unglingakór saman eina kvöldstund og sungu. Þetta var góð stund í kirkjunni þar sem gaman var að rijfa upp gamla tíma með því að syngja sálmana góðu og spjalla í lok stundarinnar. Fyrrum kórfélgar ákváðu við þessi tímamót að gefa peningagjöf sem renna myndi í sjóð til að kaupa kórpalla. Nú hefur gjöfin verið afhent og eru því komnar 85.000.- kr í sjóð fyrir kaupum á nýjum kórpöllum í kirkjuna.

Foreldramorgnar og sunnudagaskóli

Foreldramorgnar miðvikudaga kl. 10:30 -12:00.
Á morgunn 9. des. kl. 10:30 verður “Pálínuboð” á foreldramorgni kirkjunni. Foreldrum er velkomið að koma með eitthvað góðgæti á sameiginlegt hlaðborð og verður kaffi, heitt kakó og te hér í kirkjunni.

 

Sunnudagaskóli.

Næsta sunndag 13. des verður Lúsíumessa. Þá munu sunnudagaskólabörn fá heimsókn frá nokkrum stúlkum úr Barnakór Selfosskirkju. Söngur, bænir, biblíusaga, hattaleikur, mynd til að lita og auðvitað límmiði dagsins.

Jólaball sunnudagaskólans verður 20. desember kl. 11:00 en þá munum við fá Magneu Gunnarsdóttur til að spila á píanó og líkur eru á jólasveinn mæti með glaðning.

 

 

vitr

 

Æskulýðsstarf fram að jólum:

Sunnudagaskóli 13. og 20. des kl. 11:00

Kirkjuskóli Sunnulækjarskóla 8. og 15. des. kl. 14:45 -15:45

Kirkjuskóli Vallaskóla 10. og 17. des. kl. 13:50 – 14:50

TTT (10-12 ára) 9. des og 16. des í Selfosskirkju kl. 15:00 – 16:00

Æskulýðsfundir í Selfosskirkju

8. des jólamynd – þau sem vilja geta komið með sælgæti með sér

15. des pakkaleikur og leiki

 

æskulýðsfulltrúi

TTT – starf fyrir 10 – 12 ára börn

Nú er að hefjast starf sem er fyrir tíu til tólf ára börn. Unnið verður með ákveðið þema. Við byrjum á þemanu Aðventan og jólin.

EInnig munum við fara í rannsóknarleiðangur um kirkjuna, fara í leiki, föndra, skoða myndefni, fræðast um bænina og jafnvel búa til stuttmyndir.

TTT fundir eru á miðvikudögum í Selfosskirkju kl. 15-16. Foreldrar eru hvattir til að skrá börnin sín í starfið með því að senda tölvupóst á johannayrjohannsdottir@gmail.com.

Umsjón með TTT starfinu hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju.

 

sunnudagskoli