Fermingarfræðsla

Af gefnu tilefni er rétt að árétta að fermingarbörnin á Selfossi söfnuðu fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar í gær og það gildir sem fermingarfræðsla bæði fyrir gærdaginn og daginn í dag 🙂

Njótið dagsins og ekki sakna okkar of mikið! Sjá allar nánari upplýsingar í pósti okkar til foreldra fermingarbarna

Jól í skókassa

Nú fer hver að verða síðastur að útbúa kassa fyrir Jól í skókassa. Síðasti skiladagurinn hjá okkur í Selfosskirkju er fimmtudagurinn 2. nóvember, milli 13:00 og 16:00.

Þau sem það kjósa geta keypt tilbúinn pappakassa sem þarf ekki að pakka inn. Gengið er frá kaupunum á https://klik.is og kassinn sóttur til okkar í Selfosskirkju.

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna inni á heimasíðunni kfum.is/skokassar

Hrekkjavöku-kvöldvökur í kirkjunni

Föstudaginn 27. október verður skuggaleg stemming í kirkjunni. Þá ætlum við að gera okkur glaðan dag með pizzaparty og skemmtilegum leikjum. Við verðum með tvær kvöldvökur, fyrir krakka í 1. – 4. bekk frá 17:00-18:30 og fyrir krakka í 5. – 7. bekk frá 19:00-21:00. Þátttaka kostar 1000 kr, innifalið í því er pizzaveisla og glaðningur.
Skráning hér: https://forms.gle/4dZbTW2a2Cm2pLcXA

Bleik Messa sunnudaginn 15. október kl. 20:00 í Selfosskirkju

Sunnudagaskóli klukkan 11 í umsjá Sjafnar og leiðtoganna. Öll eru innilega velkomin!

Bleik kvöldmessa verður í Selfosskirkju klukkan 20. Sérstakur gestur er Bryndís Guðmundsdóttir sem leiðir okkur á sinn jákvæða máta í gegnum það að greinast og vinna í gegnum krabbamein og einnig um það starf sem fram fer á vettvangi bleiku slaufunnar. Séra Ása Björk þjónar. Ester og kirkjukórinn leiða sönginn. Öll eru velkomin og ekki skemmir fyrir ef þið eigið eitthvað bleikt til að klæðast eða hafa með <3

.