Kórtónleikar í Selfosskirkju

Kórtónleikar í Selfosskirkju
Mánudaginn 24. ágúst kl. 19.30 heldur The Orlando Singers frá Bretlandi (London) tónleika í Selfosskirkju. Á efnisskrá eru verk eftir Josph Haydn, Wolfgang Amadeus Mozart, Georg Friedrich Händel, Marcel Dupré ofl. Stjórnandi kórsins er David Everett, Steven Maxson spilar á orgelið. Aðgangseyrir 1.000 krónur, miðasala við innganginn. Allir eru hjartanlega velkomin.
Selfosskirkja

Messa 2. ágúst

Messa verður sunnudaginn 2. ágúst 2015 klukkan 11:00  Nýr sóknarprestur í Selfosskirkju og Selfossprestakalli séra Guðbjörg Arnardóttir messar þennan sunnudaginn.  Súpa og brauð að lokinni messu í safnaðarheimilinu (gegn vægu gjaldi)  Allir velkomnir

Messa 26. júlí

Messað er í Selfosskirkju kl. 11 þann 26. júlí 2015. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason, en þetta verður síðasta messa hans við Selfossprestakall. Organisti Jörg E Sondermann. Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Súpa og brauð að lokinni messu (gegn vægu gjaldi).