Tilkynning

Okkur er öllum kunnugt um það ástand sem uppi er í dag vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar og að nú hefur verið lýst yfir neyðarástandi hér á landi.

Á meðan ekki er lýst yfir samkomubanni verður messað í öllum kirkjum Selfossprestakalls í samræmi við það sem búið var að áætla. Hins vegar hafa þau tilmæli borist frá biskupi að altarisgöngur verði ekki viðhafðar að svo stöddu og verður orðið við því. Kirkjugestir verða ekki heldur kvaddir með handabandi eftir athöfn eins og venjan er.  Er þau sem koma til kirkjunnar hvött til að nýta sér handspritt og viðhafa annað hreinlæti sem mælt er með samkvæmt tillögum landlæknis og almannavarna. 

Annað safnaðarstarf, s.s. fræðslusamkomur og barna- og æskulýsstarf, verður líka eins og auglýst hefur verið uns annað verður ákveðið.

Hvað fermingarnar, sem eru framundan, varðar þá á það sama við um þær, helgihald og annað starf kirkjunnar.  Eins og fram hefur einnig komið á fundi með foreldrum fermingarbarna þá á meðan ekki er samkomubann munu þær fara fram eins og áætlað er, en án handabands og altarisgöngu.  Komi upp samkomubann munum við gera aðrar ráðstafanir og verða foreldrar og fermingarbörn um leið upplýst um hvaða leiðir verða þá farnar.    

Við förum að fyrirmælum sóttvarnarlæknis og annarra sem leggja okkur línurnar í þessum efnum. Við biðjum jafnframt fyrir þeim öllum sem búa við mikið álag við að fyrirbyggja vá og vakta stöðuna almenningi til heilla.

Við minnum á að í samfélagi okkar eru aldraðir ástvinir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Nú er það okkar allra að vernda þessa samferðamenn okkar sem eru í sérstökum áhættuhópi með því að sýna ábyrgð.

„Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ (Matt 25.40)

Kær kveðja,

Prestar og starfsfólk Selfossprestakalls.

Fjölskyldumessa sunnudaginn 8. mars kl. 11:00

Fjölskyldumessa verður sunnudaginn 8. mars kl. 11:00.
Það verður mikill söngur og mun Barnakórinn syngja.
Umsjón með stundinni hafa Guðbjörg, Jóhanna Ýr, Edit og Kolbrún Helga.

Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju sunnudaginn 8. mars kl. 13:30.
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna mun Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna syngja eingöngu sálma eftir konur.  Stjórnandi kórsins er Guðmundur Eiríksson og prestur verður Guðbjörg Arnardóttir

Messa og sunnudagaskóli 1. mars kl. 11 – fyrsti sunnudagur í föstu

Verið hjartanlega velkomin til messu í Selfosskirkju á fyrsta sunnudegi í föstu kl. 11.

Sr. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit Molnár organista. Boðið er upp á súpu og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir.

Sunnudagaskólinn hefst svo kl. 13 með lífi og fjör, söng og feluleik.

Verið hjartanlega velkomin til góðra stunda í Selfosskirkju.

Konudagur og guðsþjónusta í Selfosskirkju

Það verður guðsþjónusta kl. 11 í Selfosskirkju á Konudegi og sunnudagsskóli kl. 13. Súpa í safnaðarheimili í millitíðinni.

Konunnar er sérstaklega minnst  og fjölbreyttur söngur sunginn af kirkjurkór, unglingakór og barnakór auk einsöngs og tvísöngs. En tónlisitinn er þessi:
Forspíl : Con Te Partiro   eftir Francesco Sartori  https://www.youtube.com/watch?v=TdWEhMOrRpQ
825 Drottinn, er min hirðir
Erla , góða Erla           (einsöngur)
Amigos para sempre  2 stúlkur syngja     A. L. Webber / textin er: Jörð, þín glóa aldin græna…
Hallelúja (Cohen)  2 drengir og viðlag allir
Liljan                 karlar og drengir úr kórunum syngja
Íslenska konan          (einsöng)       
Heyr mína bæn          einsöng
712 Dag í senn
Eftirspil: My Heart Will Go On

Prestur er sr. Axel Á Njarðvík, organisti Edit Molnár og Jóhanna er með sunnudagsskólann.

Verið öll velkomin.

Fjölskyldumessa 9. febrúar kl. 11

Verið öll velkomin til sannkallaðrar fjölskyldustundar í Selfosskirkju. Það verður glatt á hjalla, sungið og brugðið á leik. Unglinkakórinn syngur undir stjórn Edit Molnár og Rebbi refur lítur við ásamt vinum sínum. Að messu lokinni verður boðið uppá súpu í safnaðarheimilinu.

Sr. Gunnar Jóhannesson leiðir stundina ásamt Rebekku Kristinsdóttir.

Allir eru velkomnir og eru leikskóla-, sunnudagaskólabörnin og fermingarbörnin sérstaklega sérstaklega boðin velkomin ásamt fjölskyldum sínum.

Messur í Selfossprestakalli sunnudaginn 2. febrúar 2020

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 2. ferbúar kl. 11:00:
Kirkjukórinn syngur og Edit Molnár spilar undir og stjórnar.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Súpa í Safnaðarheimilinu eftir messu gegn vægu gjaldi.
Athugið að nú er sunnudagaskólinn kl. 13:00, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.

Í Hraungerðiskirkju verður guðsþjónusta kl. 13:30 og þar syngur Söngkór Hraungerðis og Villingaholtssókna undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar.

Verið velkomin til helgihalds þessa sunnudags

Barna- og unglingastarfið í kirkjunni

Nú er allt barna og unglingastarf kirkjunnar komið á fullt skrið á nýju ári.

Sem fyrr er 6-9 ára starf í Sunnulæk á þriðjudögum kl. 13 og á fimmtudögum kl. 13 í Vallaskóla. Skráningar fara fram á Skrámi https://selfosskirkja.skramur.is/login.php

Æskulýðsfundir eru á þriðjudagskvöldum kl. 19:30. Framundan hjá unglingunum er Febrúarmót í Vatnaskógi.

http://aeskr.is/februarmot/?fbclid=IwAR3bwusPQPQBXYbfcKIdsrwFakmHJ_pNnW6rOLxx7Rtr5k4je8abefi2Tdw

TTT 10 – 12 ára starf er á miðvikudögum kl. 16 – 17. Framundan í TTT er ma. TTT mót í Vatnaskógi í mars þar sem hópurinn gistir eina nótt.

Foreldramorgnar eru á miðvikudögum kl. 11 – 12:30.   https://www.facebook.com/groups/286018154853258/

Ný tímasetning á fjölskyldusamverum/sunnudagaskóla er kl. 13:00 á sunnudögum.

Næsta fjölskyldumessa verður 9. febrúar í umsjón sr. Gunnars og Rebekku leiðtoga.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju