Messa kl. 11:00 sunnudaginn 18. desember og jólaball sunnudagaskólans

Messa verður sunnudaginn 18. desember 4. sunnudag í aðventu kl. 11:00.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Glúmur Gylfason og Kirkjukórinn syngur.

Á sama tíma verður jólaball sunnudagaskólans.  Umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sigurður Einar Guðjónsson spilar.  Jólasveinar koma í heimsókn með glaðning.

jólaball

Annar sunnudagur í aðventu í Selfosskirkju

Það verður nóg um að vera í Selfosskirkju á öðrum sunnudegi í aðventu.

Messa

Messa verður kl. 11:00, þar syngur kirkjukórinn fallega aðventu- og jólatónlist undir stjórn Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli

Sunnudagskóli verður á sama tíma og þar koma hirðarnir við sögu, Sigurður Einar Guðjónsson spilar undir við sönginn, eitthvað verður föndrað fyrir jólin umsjón með stundinni hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi eftir messu.

 

Aðentutónleikar

Síðar um daginn kl. 16:00 verða hinir árlegu aðventutónleikar Selfosskirkju, aðgangseyrir er 2500 og rennur hann óskiptur í Tónlistarsjóð Selfosskirkju.  Fram koma: Jórukórinn, Karlakór Selfoss, Hörpukórinn, Kirkjukór Selfosskirkju, Unglingakór Selfosskirkju, Kór FSu, Strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga, Lúðrasveit Selfosskirkju, einsöng synur Halla Dröfn Jónsdóttir.

2ndSundayOfAdvent

KK í kvöldmessu13. nóvember

Hinn kunni tónlistarmaður, Kristján Kristjánsson, eða KK eins og hann er oftast nefndur, kemur fram í kvöldmessu í Selfosskirkju nk. sunnudagskvöld 13.nóvember kl. 20.  Prestur er sr. Ninna Sif.

Í kvöldmessunni verður áhersla lögð á létta og notalega stemningu þar sem ljúfir tónar eru fluttir innan um ritningarorð, hugvekju og bæn. KK mun flytja brot af sínum bestu lögum á sinn einlæga og elskulega hátt. Að venju eru allir hjartanlega velkomnir.kk (002)

Messa sunnudaginn 13. nóvember

Að vanda verður messa í Selfosskirkju nk. sunnudag kl. 11.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Edit Molnár.  Kór kirkjunnar syngur, en einnig mun Guðmundur Karl Eiríksson baritónsöngvari syngja einsöng.  Á sama tíma verður sunnudagaskóli í umsjón æskulýðsleiðtoga.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  söngvari