Messa á síðasta sunnudegi kirkjuársins

Messa verður í Selfosskirkju 24. nóvember klukkan 11:00. Þessi messa markar lok kirkjuársins og hið nýja hefst næsta sunnudag, sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Við verðum með altarisgöngu. Séra Ása Björk prédikar og þjónar fyrir altari, en kirkjukórinn og Ester organisti leiða okkur í ljúfum sálmasöngnum.

Sunnudagaskólinn er einnig klukkan 11 undir stjórn Sjafnar og leiðtoganna.

Öll eru innilega velkomin í báðar stundirnar!

Vegna jólaljósa í kirkjugarðinum

Laugardaginn 30.nóvember og sunnudaginn 1.desember næstkomandi verður kveikt á jólaljósunum í Selfosskirkjugarði.
Að því gefnu langar okkur að minna á að rafmagnskrossar í Selfosskirkjugarði og svo flestum öðrum görðum eru að keyra á 32v rafmagni. Það þýðir að það má ALLS EKKI setja krossa í samband heima við þar sem þeir geta skemmst við það. Hægt er að koma með krossa til okkar í prófun að kostnaðarlausu.

Helgihald í Árborgarprestakalli 17.11.2024

Selfosskirkja
Sunnudagaskóli sunnudaginn 17. nóvember kl. 11:00.  Umsjón Katrín, Anna Rut og leiðtogar.
Kvöldmessa sunnudaginn 17. nóvember kl. 20:00.  Sunnlenskar raddir sjá um tónlistina, stjórnandi Stefán Þorleifsson.  Sungin verða lög eftir Stefán Þorleifsson við texta ýmissa höfunda.  Einsöng syngja Halla Marinósdóttir og Hermundur Guðsteinsson.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Eyrarbakkakirkja
Messa í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 11:00.  Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Vegna jólaljósa í kirkjugarðinum

Laugardaginn 30.nóvember og sunnudaginn 1. desember næstkomandi verður kveikt á jólaljósunum í Selfosskirkjugarði. Að því gefnu langar okkur að minna á að rafmagnskrossar í Selfosskirkjugarði og svo flestum öðrum görðum eru að keyra á 32v rafmagni. Það þýðir að það má ALLS EKKI setja krossa í samband heima við þar sem þeir geta skemmst við það. Hægt er að koma með krossa til okkar í prófun að kostnaðarlausu í Árvirkjann eða á þessa auglýstu daga.