Bleik messa sunnudaginn 13. október kl 11:00

Bleik messa klukkan 11:00 á sunnudag. Þorvaldur Guðmundsson, aðstandandi, mun flytja okkur vitnisburð. Boðið verður uppá smurningu í lok messunnar. Prestur er Ása Björk og um tónlistina sjá Edit organisti og meðlimir kirkjukórsins. Öll sem það geta eru hvött til að mæta í einhverju bleiku eða með slaufuna.

  Sunnudagaskólinn er einnig bleikur og er klukkan 11:00 í safnaðarheimilinu, undir stjórn Sjafnar og leiðtoganna. Öll hjartanlega velkomin!

Söngstund kirkjukórsins

Sunnudaginn 13. október býður Kirkjukór Selfosskirkju til söngstundar í Selfosskirkju kl. 17:00.
Barna- og unglinakórinn syngur einnig og sérstakir gestir eru Sönghópur Hraungerðis- og Villingaholtssókna.

Það verða á dagskránni sálmar, gamlir sem allir þekkja og nýjar sem er gott að kynnast.
Við hvetjum alla til að mæta, taka undir í söngnum og eiga um leið notarlega stund í kirkjunni okkar.

Verið innilega velkomin til stundarinnar.

Helgihald sunnudaginn 6. október

Sunnudaginn 6. október verður nóg um að vera í Árborgarprestakalli.

Í Selfosskirkju verður sunnudagaskólinn á sínum stað með Sjöfn og leiðtogum kl. 11:00
Kl. 20:00 verður kvöldmessa í Selfosskirkju. Félagar í Kirkjukór Selfosskirkju annast tónlistina sem verður með óhefðbundnum hætti, gítarleikur, létt dægurlög og sálmar.  Organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Stokkseyrarkirkja
Messa sunnudaginn 6. október kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Messukaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna.

Villingaholtskirkja
Þjóðbúningamessa sunnudaginn 6. október kl. 14:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Kirkjugestir eru hvattir til að koma í þjóðbúningum til messunnar.  Eftir messuna verður kirkjukaffi eða pálínuboð í Þjórsárveri.