Fjölskyldumessa verður sunnudaginn 1. september klukkan 11:00. Messan markar upphaf alls barna- og unglingastarfs vetrarins. Yngri börn (t.d. 5-7 ára) eru sérstaklega hvött til að mæta með skólatöskuna sína til að fá skólatöskublessun í messunni! Barna- og unglingakór kirkjunnar leiðir sönginn og Edit A Molnár leikur á flýgilinn. Ása Björk prestur og Sjöfn æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Hlökkum mikið til að sjá ykkur!
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2024
Bjóðum Bergþóru velkomna til starfa
Það er okkur ánægja að kynna til leiks Bergþóru Kristínardóttur sem mun stjórna barnakór Selfosskirkju í vetur, ásamt Edit Molnár organista kirkjunnar.
Bergþóra Kristínardóttir er 29 ára Selfyssingur sem ólst upp í tónlist í Selfosskirkju og tónlistaskóla Árnesinga. Þar lauk hún framhaldsprófi á fiðlu hjá Mariu Weiss og söng í barna og unglingakórum fyrst hjá Glúmi Gylfasyni og svo hjá Edit Molnár. Seinna söng hún í kór FSu, kór Listaháskóla Íslands og kammerkvennakórnum Impru. Hún hefur tekið þátt í ýmsum hljómsveitarverkefnum sem fiðluleikari m.a. spilað með Sinfóníuhljómsveit suðurlands undanfarin þrjú ár. Bergþóra býr nú á Selfossi með fjölskyldu sinni og er spennt fyrir því að vera komin aftur í kórastarfið í öðru hlutverki.
Helgihald sunnudaginn 25. ágúst
Sunnudaginn 25. ágúst verður helgihald með óvenjulegum hætti því Kirkjukórinn ásamt organista og presti heimsækja Miðbæinn á Selfossi og verður messa á Brúartorgi í Miðbænum kl. 14:00. Með kórnum koma einnig fram Daniel Karl Cassidy og Hugrún Birna Hjaltadóttir. Hittumst í Miðbænum!
Seinna sama dag verður Maríumessa í Eyrarbakkakirkju þar sem sungnir verða ýmsir Maríusálmar, Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur undir stjórn Péturs Nóa Stefánssonar. Prestur Guðbjörg Arnardóttir
Sunnudagur 18. ágúst kl 11:00
Næstkomandi sunnudag þann 18. júlí verður messa í Selfosskirkju kl. 11. Sr. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Selfosskirkju leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Edit Molnár organista. Verið öll hjartanlega velkomin.
Fermingarfræðslan er að hefjast!
Kæru foreldrar og forráðafólk fermingarbarns
Nú er komið að upphafi fermingarfræðslu vetrarins og við erum mjög spennt!
Miðvikudag 21. ágúst og fimmtudag 22. ágúst verður fræðslan sem hér segir:
Samhristingur, pulsupartý, leikir og fræðsla.
Við munum hitta börnin í tveimur hópum í Selfosskirkju báða dagana;
Vallaskóli og Flóaskóli kl. 13-14:45
Sunnulækjaskóli og BES kl 15-16:45
Endilega látið þetta fréttast til þeirra sem hugsanlega eru ekki búin að skrá barnið sitt hjá okkur!
Með kærri kveðju,
prestar Árborgarprestakalls
Gæludýrablessun
verður í guðsþjónustunni, sunnudaginn 11. ágúst klukkan 14:00!
Öll eru velkomin að koma með gæludýrin sín eða mynd af þeim 😻
Við verðum úti ef veður leyfir. Endilega látið þetta fréttast, því það verður örugglega mjög gaman og spurning hvort prestur kemst nokkuð að fyrir gleði dýranna og eigenda þeirra 😉
Prestur verður Ása Björk og tónlistina leiða Ester organisti og kirkjukórinn okkar 🎶
Í tilefni Gleðidaga eru kirkjugestir hvattir til að mæta í litríkum fötum🔴🟠🟡🟢🔵🟣 <3