Messa á Biblíudegi -8. febrúar

IMG_0003Biblíudagurinn er haldinn hátíðlegur í kirkjum landsins sunnudaginn 8. febrúar. Þá verður minnst 200 ára afmælis hins íslenska Biblíufélags, elsta starfandi félags á Íslandi. Messa er í Selfosskirkju kl. 11. Prestur sr. Þorvaldur Karl og organisti Edit Molnar. Kirkjukór Selfoss syngur. Umsjón með barnastarfi hefur Hugrún Kristín Helgadóttir. Kaffi og súpa í hádeginu.  Sjá nánar um Biblíudaginn hér . Allir velkomnir.

Fjölskylduguðsþjónusta 1. febrúar

Lind og lífFjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11 þann 1. febrúar í Selfosskirkju. Barnakór syngur og leiðir söng í helgihaldinu. Sköpunarsagan verður skoðuð. Æskulýðsfélagið leggur fram krafta sína.Fiðluspil og söngur. Og svo þú og þínir. Súpa og kaffi í hádegi. Kökubasar æskulýðsfélags eftir stundina. Hugrún Kristín og sr. Axel leiða söfnuðinn.

Messa og barnastarf 18. janúar

IMG_9985

Spor í snjó

Messa og barnstarf verður í Selfosskirkju sunnudaginn 18. janúar og hefst kl. 11. Barn verður skírt. Prestur sr. Axel Á Njarðvík og barnastarfið í umsjón Hugrúnar Kristínar Helgadóttur. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn syngur. Súpa og kaffi í hádegi gegn vægu gjaldi. Verið velkomin til kirkjunnar.

Krílasálmar – tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári og foreldra þeirra.

Litið í krílasöng

Litið í krílasöng

Námskeiðið er ætlað börnum á fyrsta ári og foreldrum þeirra. Sungnir verða sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög og kvæði, leikið og dansað, hlustað og notið samverunnar í notalegu umhverfi kirkjunnar. Á námskeiðinu læra foreldrar leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Sex til átta vikna námskeið fer fram í Selfosskirkju á föstudögum kl. 11:00. Námskeiðið hefst 6. febrúar 2015. 

Guðný Einarsdóttir útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistaskólans í Reykjavík vorið 2001 og lauk námi í kirkjutónlist frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn 2006. Við námið í Danmörku kynnti Guðný sér aðferðir og kenningar um tónlistarþroska og ekki síst tónlistarnámskeið fyrir ungbörn.

Guðný hefur verið organisti við Fella- og Hólakirkju í Reykjavík frá 2007 og staðið fyrir fjölda Krílasálma námskeiða fyrir ungbörn og foreldra.

Skráning: Nauðsynlegt er að skrá sig. Sendið tölvupóst á gudny.organisti@gmail.com eða á hugrun62@visir.is. Námskeiðsgjald er kr. 4000.

Allar nánari upplýsingar eru að finna á krilasalmar.wordpress.com. Einnig er hægt að hringja í Hugrúnu æskulýðsfulltrúa Selfosskirkju í síma 482 3575 og gsm 822 8444.

Messa á nýju ári

Messa og barnastarf verður í Selfosskirkju kl. 11 sunnudaginn 4. janúar. Þetta verður fyrsta messan á nýju ári á þeim sunnudegi sem nefndur er sunnudagurinn milli nýárs og þrettánda. Prestur er sr. Axel Á Njarðvík.Hugrún K Helgadóttir verður með barnastarfið og  Jörg Sondermann er organisti og Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Verið velkomin.

Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn bjóða til tónleika

Föstudagskvöldið, 19. desember kl. 20:00 en þá býður Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn, Selfossbúum og sunnlendingum á ókeypis tónleika í Selfosskirkju.

Kórarnir munu flytja vandaða og fallega jólatónlist í hlýlegu umhverfi kirkjunnar við kertalýsingu.

Tónleikarnir hefjast með söng Skálholtskórsins, undir stjórn Jóns Bjarnasonar, og svo mun sr. Þorvaldur Karl Helgason flytja
hugvekju.

Þá mun Karlakórinn, undir stjórn Lofts Erlingssonar og við undirleik Jóns Bjarnasonar, flytja sína dagskrá og endar á laginu fallega „Ó, helga nótt.“

Kórarnir vonast til að sem flestir gefi sér tíma til að koma í Selfosskirkju að kveldi föstudagsins 19. desember
og eiga með þeim notalega og hátíðlega kvöldstund í amstri jólaundir-búningsins. Sjá http://www.karlakorselfoss.is/

Jól og áramót í prestakallinu


Horft til jólaSelfosskirkja
24. des. 2014, Aðfangadagur jóla.
–          Aftansöngur kl. 18. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Axel Á. Njarðvík.
–          Helgistund á jólanótt, kl. 23:30. Ritningarlestur, almennur söngur. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
25. des. 2014, Jóladagur.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Axel Á. Njarðvík.
31. des. 2014, Gamlársdagur.
–          Aftansöngur kl. 17. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukórinn syngur.     Organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
Villingaholtskirkja
25. des. 2014, Jóladagur.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn syngur. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Axel Á. Njarðvík.
Hraungerðiskirkja
26. des. Annar dagur jóla.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn syngur. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
Laugardælakirkja
26. des. Annar dagur jóla.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 13. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.