Blá messa og fleira sunnudaginn 15. desember

11:00 Sunnudagaskóli undir leiðsögn Sjafnar og leiðtoganna

15:00 Jólasöngstund sem unglingakórinn okkar leiðir og kaffisala til styrktar kórnum í lok stundarinnar. Gestasöngvari er Maríanna Másdóttir og kórstýra/meðleikari er Edit A Molnár

20:00 Blá jólamessa, hugljúf stund sniðin að þeim sem hafa misst, finna til saknaðar eða kvíða í aðdraganda jóla. Séra Ása Björk leiðir stundina og tónlistina leiða kirkjukórinn ásamt Edit organista

Öll eru innilega velkomin í allar stundirnar

Helgihald á öðrum sunnudegi í aðventu

Selfosskirkja
Sunnudaginn 8. desember verður helgistund og jólaball kl. 11:00.  Börn úr kórskólanum koma fram, einnig tónlistarhópur frá Tónlistaskóla Árnesinga.  Eigum góða stund saman í kirkjunni, dönsum í kringum jólatréð og fáum góða gesti í heimsókn.

Eyrarbakkakirkja
Aðventusamvera kl. 14:00 sunnudaginn 8. desember.  Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson.  Fiðluleikur Guðrún Birna Kjartansdóttir.  Skólakór Barnaskólaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Hraungerðiskirkja
Aðventukvöld sunnudaginn 8. desember kl. 20:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson. Einsöng syngur Berglind Guðnadóttir. Ingunn Jónsdóttir flytur hugleiðingu.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.