Aftansöngur með hefðbundnu sniði klukkan 17:00. Séra Ása Björk þjónar, Bryndís er meðhjálpari og Guðný sinnir kirkjuvörslu. Um tónlistina sjá kirkjukórinn og Edit organisti. Við syngjum út árið sem er að líða, og margt fleira fallegt. Hlökkum til að sjá ykkur og gleðilegt ár!
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2024
Blá messa og fleira sunnudaginn 15. desember
11:00 Sunnudagaskóli undir leiðsögn Sjafnar og leiðtoganna
15:00 Jólasöngstund sem unglingakórinn okkar leiðir og kaffisala til styrktar kórnum í lok stundarinnar. Gestasöngvari er Maríanna Másdóttir og kórstýra/meðleikari er Edit A Molnár
20:00 Blá jólamessa, hugljúf stund sniðin að þeim sem hafa misst, finna til saknaðar eða kvíða í aðdraganda jóla. Séra Ása Björk leiðir stundina og tónlistina leiða kirkjukórinn ásamt Edit organista
Öll eru innilega velkomin í allar stundirnar
Jólasöngstund Unglingakórsins
Sunnudaginn 15. desember kl. 15:00 verður jólasöngstund Unglinkórsins og er Maríanna Másdóttir sérstakur gestur. Eftir stundina verður Unglingakórinn með kaffisölu.
Helgihald á öðrum sunnudegi í aðventu
Selfosskirkja
Sunnudaginn 8. desember verður helgistund og jólaball kl. 11:00. Börn úr kórskólanum koma fram, einnig tónlistarhópur frá Tónlistaskóla Árnesinga. Eigum góða stund saman í kirkjunni, dönsum í kringum jólatréð og fáum góða gesti í heimsókn.
Eyrarbakkakirkja
Aðventusamvera kl. 14:00 sunnudaginn 8. desember. Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson. Fiðluleikur Guðrún Birna Kjartansdóttir. Skólakór Barnaskólaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Hraungerðiskirkja
Aðventukvöld sunnudaginn 8. desember kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson. Einsöng syngur Berglind Guðnadóttir. Ingunn Jónsdóttir flytur hugleiðingu. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.