Sjóðurinn góði á aðventunni-fjárhagsaðstoð fyrir jólin

Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum. Síðustu ár hefur sjóðurinn einnig verið í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar varðandi þessa aðstoð.  Skipuleggjendur eru sammála um að mikil þörf sé fyrir aðstoð við þá sem glíma við fjárhagserfiðleika, sbr. nýlegar fréttir um fátækt barna á Íslandi.

Ákveðna daga verður hægt að sækja um fjárhagsaðstoð úr sjóðnum, í Selinu við Engjaveg 44.  Aðstoðin er í formi korta sem eingöngu er hægt að nýta í matvöruverslunum í Árnessýslu. Umsækjandi þarf að skila gögnum um tekjur og útgjöld fyrir sig og maka.

Úthlutað verður á sama stað í Selinu við Engjaveg 44 og fá umsækjendur upplýsingar um þá þegar sótt er um.

Mikilvægt er að umsækjendur virði ofangreinda umsóknardaga.

Vilji einhver leggja Sjóðnum góða lið þá eru öll framlög vel þegin. Reikningsnúmer sjóðins er: 325-13-301169, kennitala 5602692269. Þessi reikningur er í vörslu Selfosssóknar og lýtur sama hætti og aðrir reikningar sóknarinnar.

Selfosskirkjan 9. nóv kl. 11

IMG_5840Kom til messu í Selfosskirkju sunnudaginn 9. nóvember kl. 11. Prestar sr. Þorvaldur Karl Helgason og sr. Axel Á Njarðvík. Kirkjukór Selfoss leiðir söng. Organisti Jörg Sondermann. Þessi sunnudagur er kristniboðsdagurinn. Við minnumst látinna í bæn og kveikjum á kertum. Barnastarf á sama tíma. Súpa í hádeginu.

Steinunn rithöfundur og sr. Hallgrímur Pétursson

af visir.is

Steinunn Jóhannesdóttir af visir.is

Fimmtudagskvöldið 6. nóvember kl. 20 verður Sálmafoss í kirkjunni í tilefni 400 ára afmælið Hallgríms Péturssonar. Steinunn Jóhannesdóttir flytur stutt erindi um  bernsku Hallgríms og þær aðstæður sem hann ólst upp við í faðmi stórrar fjölskyldu fyrir tæplega fjögur hundruð árumum. Kór Selfosskirkju syngjur milli erinda texta úr skáldskap Hallgríms. Aðgangur er ókeypis.

 

Söfnun fermingarbarna 5. nóv.

VatnHelpÍ samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar, sem okkar kirkja stendur að, höfum við skipulagt söfnun fermingarbarna í sókninni okkar miðvikudaginn 5. nóvember . kl. 17:00 – 19:00.

Meðal þess sem fermingarbörnin fá að kynnast í vetur er þróunar- og hjálparstarf á vegum kirkjunnar í landinu, þar á meðal kirkjunnar okkar. Við njótum samstarfs við starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefur útbúið efnið sem við notum, myndir og upplýsingar um líf munaðarlausra barna í Úganda í Afríku. Fermingarbörnin fá að kynnast erfiðleikum sem þau glíma við og við munum ræða ábyrgð okkar á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi. Síðan er ætlunin að fermingarbörnin gangi í hús og safni framlögum til verkefna sem kynnt hafa verið. Mörg hafa reynslu af því að ganga í hús úr íþrótta- og félagsstarfi. Fyrir söfnunina fá þau leiðbeiningar frá okkur um framkomu, öryggi og að gleyma ekki að vera vel klædd. Þau fara alltaf tvö og tvö saman. Ykkur foreldrum er velkomið að ganga með þeim og við þiggjum gjarnan aðstoð við að koma þeim af stað með baukana og taka á móti þeim aftur hér í kirkjunni. Það væri vel þegið.

 

Við teljum að með verkefninu gefist tækifæri til að fræða fermingarbörnin um boðskap Krists á áþreifanlegan hátt. Með því skapast einnig mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum. Á unglingsárum þegar skilningur vex og ungt fólk er að móta sér lífsstíl er mikilvægt að fá að setja sig í samhengi við aðra í heiminum og skynja kraft sinn til þess að breyta rétt og hafa áhrif. Um leið metum við meira þá gæfu sem við njótum hér á Íslandi.

 

Verkefni þetta var fyrst unnið fyrir fimmtán árum og gafst mjög vel. Fermingarbörn í fleiri en 60 sóknum um land allt taka þátt nú. Við vonum að þið takið undir með okkur í þessu, ræðið við og hvetjið börnin ykkar.

 

Jól í skókassa

JolISkokassaKæru vinir Jól í skókassa.
Nú eru réttar tvær vikur í lokaskiladaginn í Selfosskirkju sem er fimmtudagurinn 13. nóvember. Á mörgum stöðum úti á landi eru formlegar móttökur en í höfuðborginni er lokaskiladagur 15. nóvember. Einnig er hægt að skila kassanum til næsta útibús Flytjanda sem flytur hann endurgjaldslaust til okkar í KFUM og KFUK í Reykjavík.

Þrátt fyrir erfitt ástand í Úkraínu og ólgu í austurhluta landsins undanfarna mánuði eru aðstandendur Jól í skókassa í óða önn að skipuleggja söfnunina í haust eins og undanfarin tíu ár. Stjórn verkefnisins fylgist vel með málum í Úkraínu og er í reglulegu sambandi við tengiliði verkefnisins þar til að meta stöðuna. Þörfin fyrir skókassana er síst minni nú en undanfarin ár og á svæðinu þar sem við störfum, í miðhluta landsins, er einnig kominn töluverður flóttamannastraumur.
Við sem stöndum að verkefninu viljum þakka ykkur öllum fyrir áhuga ykkar og stuðning við verkefnið undanfarin ár. Það er von okkar og trú að hver kassi skipti máli.

Gjöf til Kvennfélags

HelgumyndHelga Jóhannesdóttir hefur fært  Kirkjukvenfélaginu Selfosskirkju mynd af gjöf. Helga starfaði í Kvenfélagi kirkjunnar í mörg ár.

Kristrún Guðjónsdóttir málaði myndina og færði Valdimari Þórðarsyni, eiginmanni Helgu, hana að gjöf í tilefni að vináttu þeirra alla tíð, þau ólust upp á sama bænum.

Séra Axel og séra Þorvaldur Karl prestar Selfossprestakalls

TKHSéra Þorvaldur Karl Helgason, fyrrverandi biskupsritari, hefur verið settur sóknarprestur í Selfossprestakalli í vetur. Hann mun því starfa við hlið séra Axels Á. Njarðvík fram til sumars 2015 en þá mun tveir nýir prestar hafa verið valdir til þjóna prestakallinu að loknu umsóknarferli.  Auglýst verður eftir sóknarpresti og presti fljótlega á nýju ári og mun þeir taka við embættum 1. september 2015.

Séra Þorvaldur Karl hefur sinnt sérverkefnum á vegum kirkjunnar síðustu ár, jafnframt því að vera sviðsstjóri þjónustusviðs á Biskupsstofu. Hann var sóknarprestur Njarðvíkurprestakalls og forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Séra Axel er héraðsprestur Suðurprófastsdæmis frá 2010 en var áður sóknarprestur Stóra-Núpsprestakalls.