Konudagur og guðsþjónusta í Selfosskirkju

Það verður guðsþjónusta kl. 11 í Selfosskirkju á Konudegi og sunnudagsskóli kl. 13. Súpa í safnaðarheimili í millitíðinni.

Konunnar er sérstaklega minnst  og fjölbreyttur söngur sunginn af kirkjurkór, unglingakór og barnakór auk einsöngs og tvísöngs. En tónlisitinn er þessi:
Forspíl : Con Te Partiro   eftir Francesco Sartori  https://www.youtube.com/watch?v=TdWEhMOrRpQ
825 Drottinn, er min hirðir
Erla , góða Erla           (einsöngur)
Amigos para sempre  2 stúlkur syngja     A. L. Webber / textin er: Jörð, þín glóa aldin græna…
Hallelúja (Cohen)  2 drengir og viðlag allir
Liljan                 karlar og drengir úr kórunum syngja
Íslenska konan          (einsöng)       
Heyr mína bæn          einsöng
712 Dag í senn
Eftirspil: My Heart Will Go On

Prestur er sr. Axel Á Njarðvík, organisti Edit Molnár og Jóhanna er með sunnudagsskólann.

Verið öll velkomin.

Dagur breytinga

Fiskurinn er eitt af elstu táknum kristninnar.

Sunnudaginn 26. janúar 2020 munum við gera breytingar á tímasetningu fjölskyldusamverunnar og sunnudagaskólans og hefst stundin kl. 13:00. Þetta er tilraunaverkefni fram að vori og hugsað til að þjónusta sóknarbörn Selfosskirkju og Selfossprestakalls enn betur. Söngur, biblíusögur, leikir, föndur, brúður og margt fleira.

Hins vegar heldur 11. messan sér og verður á sínum stað og sinni stund. Þann dag þjónar sr. Axel Njarðvík, héraðsprestur fyrir altari og Edit Molnár, organsti leiðir kór og söfnuð í söng og svörum. Súpa í safnaðarheimili í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Verið ávallt velkomin í Selfosskirkju!

Messa á degi heilbrigðisþjónustunnar

Messa er í Selfosskirku sunnudaginn 20. október 2019 kl. 11. Dagur heilbrigðisþjónustunnar er þann dag í þjóðkirkjunni. En hvað er að vera heilbrigður og hvaða þjónusta snýr að þessu atriði? Margt fólk fólk sinnir heilbrigðisþjónustu en hvernig sinnir þú þínu eigin heilbrigði?

Kirkjukórinn syngur, organisti er Stefán Þorleifsson og Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskóli / Fjölskyldusamvera á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð eftir samveruna gegn vægu gjaldi.

Verið velkomin.

 

Laugardælakirkja -guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur

Gengið til kirkju

Að þessu sinni er guðsþjónusta prestakallsins í Laugardælakirkju sunnudaginn 16. júní kl. 11. Sr. Axel þjónar fyrir altari og Ingi Heiðmar Jónsson er organisti. Kær komið tækifæri gæti hér gefist að koma gangandi til kirkjunnar.

Í kjölfar guðsþjónustunnar er haldinn aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar. Dagskrá aðalsafnaðarfundar er skv. starfsreglum þessi:
1. Gerð sé grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna
þeirra til árs í senn.
[6. Kosning sóknarnefndar.
7. Kosning kjörnefndar.
8. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
9. Önnur mál.]1)