Messa kl. 11 á Sjómannadegi. Prestur sr. Axel Á Njarðvík, Kirkjukór Selfoss syngur. Organisti Glúmur Gylfason. Súpa og kaffi í hádeginu. Verið velkomin.
Greinasafn fyrir flokkinn: Tilbeiðsla
Sunnudagurinn 31. maí
Messa verður í Selfosskirkju kl. 11 þann 31. maí 2015. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason en þetta verður síðasta messa hans í prestsþjónustu hans við Selfossprestakall. Tristan Máni Valdimarsson verður fermdur en hann býr í Svíþjóð. Organsti Jörg E Sondermann, kirkjukór Selfoss syngur og leiðir söng. Súpa og kaffi gegn vægu gjaldi eftir messuna. Verið velkomin.
Messa og ferming, sunnudaginn 31. maí, kl. 11.
Messa og ferming, sunnudaginn 31. maí, kl. 11.
Fermdur verður Tristan Máni Valdimarsson, frá Svíþjóð.
Kirkjukórinn syngur. Kórstjóri og organisti Jörg Sondermann.
Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
Súpa og kaffi eftir messu. Allir velkomnir.
Hvítasunna 2015
Hátíðarmessa á hvítasunnudag, 24. maí kl. 11. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Allir velkomnir!
Villingaholtskirkja: Ferming á hvítasunnudag, 24. maí kl. 13:30. Fermd verður Kolbrún Katla Jónsdóttir, Lyngholti. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
Laugardælakirkja: Fermingarmessa kl. 13 á annan í hvítasunnu, 25. maí. Fermdur verður Guðjón Leó Tyrfingsson, Ljónsstöðum. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.
Hraungerðiskirkja: Ferming á annan í hvítasunnu, 25. maí kl. 11:00. Fermd verður Arndís María Ingólfsdóttir. Prestur er sr. Axel Á. Njarðvík. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
9. og 10. maí 2015
Hópur barna fermist í Selfosskirkju laugardaginn 9. maí og sunnudaginn 10. maí. Messurnar eru báða daga kl. 11. Verið velkomin til kirkjunnar.
Messa, lok barnastarfsins og ferming 26. apríl
Messa, lok barnastarfs vetrarins og ferming Stefáns Tors Leifssonar kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Barnastarf á sama tíma í umsjón Hugrúnar Kristínar æskulýðsfulltrúa og æskulýðsleiðtoga Selfosskirkju. Kirkjukórinn leiðir söng. Ís og kaffisopi eftir messu sem og súpa og brauð á vægu verði. Verið hjartanlega velkomin.
Messa kl. 11 – 2. sunnudag eftir páska – 19. apríl
Messa og barnastarf, 2. s. e. páska, 19. apríl, kl. 11.
Umsjón með barnastarfi hefur Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi.
Kirkjukórinn syngur, organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
Kaffisopi eftir messu og súpa og brauð á vægu verði.
23. Davíðssálmur
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Fermingarmessa kl. 11 – 12. apríl 2015
Fermingarmessa kl. 11, 12. apríl, fyrsta sunnudag eftir páska.
Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestar Axel Árnason Njarðvík og Þorvaldur Karl Helgason.
Á sama tíma verður sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu, í umsjá Hugrúnar Kristínar Helgadóttur, æskulýðsfulltrúa.
Fermingarbörnin eru: Daníel Garðar Antonsson, Díana Dögg Svavarsdóttir, Erla Rún Kaaber, Erlingur Örn Birgisson, Gunnar Flosi Grétarsson, Hekla Rún Harðardóttir, Jónína Sigurjónsdóttir.
Helgihald og tilbeiðsla fram yfir páska
Selfosskirkja
Laugardagur, 28. mars. Fermingarmessa, kl. 11.
Pálmasunnudagur, 29. mars. Fermingarmessa, kl. 11. – Sunnudagssskóli á sama tíma á baðstofulofti.
Skírdagur, 2. apríl. Fermingarmessa, kl. 11.
Föstudagurinn langi, 3. apríl. Lestur Passíusálma, kl. 13-17,30. Fólk úr söfnuðinum les. – Kyrrðarstund við krossinn, kl. 20. Píslarsagan lesin og sjö orð Krists á krossinum, við kertaljós og sálmasöng.
Páskadagur, 5. apríl. Hátíðarmessa kl. 8. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason. Sóknarnefnd býður til morgunverðar að lokinni messu.
Laugardælakirkja
Skírdagur 2. apríl. Guðsþjónusta kl. 13,30. Altarisganga. Almennur söngur. Prestur Axel Árnason Njarðvík.
Villingaholtskirkja
Páskadagur, 5. apríl. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngja. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
Hraungerðiskirkja
Annar í páskum, 6. apríl. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngja. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur Axel Árnason Njarðvík.