Æskulýðsdagurinn 1. mars

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar –og  fjölskylduguðsþjónusta 1. mars 2015 kl. 11. Fjölbreyttileg tilbeiðsla í söng og spili. Nemendur úr Tónlistaskóla Árnesinga spila við upphafiplakat-æskulýðsdagsins. Krílasálmar nýttir í inngangi og kornabörn leggja lið í fangi mæðra. Spilað verður á blokkflautur og hugurinn leiddur. Unglingakór syngur og söfnuður tekur undir. Allir velkomnir. Súpa framborin í hádegi. –Axel, Edit, Guðný Einarsdóttir og Hugrún.

 

Batamessa 15. febrúar kl.17:00

IMG_2904 Vinir í bata ætla að bjóða til Batamessu í Selfosskirkju næstkomandi sunnudag, þann 15. febrúar, kl.17:00.

Sr. Axel mun þjóna, Þorvaldur Halldórsson, Margrét og Helgi munu leiða söng. Við fáum að heyra vitnisburð og boðið að taka þátt í trúariðkun. Boðið verður upp á veitingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu, þar gefst tækifæri á að spjalla og eiga samfélag. Hér á Selfossi er stór hópur fólks búinn að fara í gegnum sporin, það er alltaf gaman að hittast og deila því sem á dagana hefur drifið og rifja upp gömul og góð kynni.
Allir eru velkomnir.

 

11 messa á sunnudegi

IMG_0874Messa er kl. 11 sunnudaginn 15. febrúar. Drengir úr barnakór syngja í upphafi messu. Kirkjukór Selfoss syngur. Organisti Edit Molnar. Barnastarf í höndum Eyglóar Gunnarsdóttur. Bergþóra Rúnarsdóttir spilar undir í barnastarfinu. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Verið velkomin.

Messa á Biblíudegi -8. febrúar

IMG_0003Biblíudagurinn er haldinn hátíðlegur í kirkjum landsins sunnudaginn 8. febrúar. Þá verður minnst 200 ára afmælis hins íslenska Biblíufélags, elsta starfandi félags á Íslandi. Messa er í Selfosskirkju kl. 11. Prestur sr. Þorvaldur Karl og organisti Edit Molnar. Kirkjukór Selfoss syngur. Umsjón með barnastarfi hefur Hugrún Kristín Helgadóttir. Kaffi og súpa í hádeginu.  Sjá nánar um Biblíudaginn hér . Allir velkomnir.

Messa og barnastarf 18. janúar

IMG_9985

Spor í snjó

Messa og barnstarf verður í Selfosskirkju sunnudaginn 18. janúar og hefst kl. 11. Barn verður skírt. Prestur sr. Axel Á Njarðvík og barnastarfið í umsjón Hugrúnar Kristínar Helgadóttur. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn syngur. Súpa og kaffi í hádegi gegn vægu gjaldi. Verið velkomin til kirkjunnar.