Skalholt

Kórar Selfosskirkju syngja við útvarpsmessu.

Skalholt

 

Þann 16. apríl síðastliðinn, sungu unglingakór og kirkjukór Selfosskirkju við upptöku á útvarpsmessu í Skálholti.  Sóknarprestur Selfosskirkju Sr. Guðbjörg Arnardóttir pretikaði. Messunni verður útvarpað á rás eitt á kvennréttindadaginn 19. júní.  Meðfylgjandi mynd var tekin af þessu tilefni.

 

Messa á þrenningarhátíð 22.maí

Sunnudaginn 22. maí er messa í Selfosskirkju kl. 11.  Sr. Ninna Sif þjónar, Edit Molnár spilar á orgelið og kirkjukórinn syngur.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  Gott samfélag, söngur, Guðs orð og gleðiboðskapur beint í æð – sjáumst í kirkjunni!

Sumarnámskeið TTT  (10 til 12 ára)

Sumarnámskeið TTT 14. – 16. júní

Sumarnámskeið TTT  (10 til 12 ára)

Messa á hvítasunnudag

Í Selfosskirkju verður að vanda messa kl. 11 á hvítasunnudag, 15.maí.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár organista.  Létt máltíð í safnaðarheimilinu að messu lokinni í umsjón kvenfélags kirkjunnar.  Allir velkomnir – sjáumst í kirkjunni!

Fermingarmessur 7. og 8. maí

Fermingarmessur verða í Selfosskirkju um helgina.  Presar Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur, einnig raddir úr Unglingakórnum.

Fermd verða:

7. maí kl. 11:00

Eydís Erna Guðmundsdóttir, Erlurima 6, 800 Selfoss

Eydís Lilja Guðlaugsdóttir, Folaldahólum 15, 800 Selfoss

Gunnar Gauti Valgeirsson, Nauthólum 26, 800 Selfoss

Helena Ágústsdóttir, Miðengi 22, 800 Selfoss

Katrín Ósk Kristjánsdóttir, Tunguvegi 3, 800 Selfoss

Lilja Sól Vigfúsdóttir, Grafhólum 1, 800 Selfoss

Lovísa Þórey Björgvinsdóttir, Lyngheiði 17, 800 Selfoss

Matthildur Vigfúsdóttir, Hjarðarholti 5, 800 Selfoss

Máni Sverrisson, Birkigrund 25, 800 Selfoss

Pétur Sigurdór Pálsson, Fossvegi 8, 800 Selfoss

Sara Lind A van Kasteren, Birkigrund 26, 800 Selfoss

Teitur Jóhannsson, Grænuvöllum 5, 800 Selfo

8. maí kl. 11:00 

Anna Margrét Guðmundsdóttir, Þrastarima 25, 800 Selfoss

Ágústa Sigurðardóttir, Úthaga 9, 800 Selfoss

Ásdís Bára Steinarsdóttir, Birkigrund 12, 800 Selfoss

Bjarki Birgisson, Sílatjörn 11, 800 Selfoss

Daníel Sindri Sverrisson, Grashaga 1a, 800 Selfoss

Eydís Birta Smáradóttir, Móhellu 16, 800 Selfoss

Hákon Birkir Grétarsson, Birkigrund 9, 800 Selfoss

Ingibjörg Gísladóttir, Hellubakka 10, 800 Selfoss

Íris Ragnarsdóttir, Stekkholti 9

Katrín Ásta Arnarsdóttir, Lækjartúni, 816 Ölfus

Sigrún Stefánsdóttir, Laufhaga 17, 800 Selfoss

Tryggvi Sigurberg Traustason, Kálfhólum 1, 800 Selfoss

Unnur María Ingvarsdóttir, Ástúni, 801 Selfoss

Þorsteinn Már Guðmundsson

Krossamessa og tónlistarveisla!

Sunnudaginn 1.maí er krossamessa í Selfosskirkju. Barna – og unglingakórar kirkjunnar syngja við guðsþjónustuna undir stjórn Edit Molnár. Elstu nemendur kórsins verða kvaddir með krossi. Einnig leikur strengjasveit með flinkum spilurum á aldrinum 10-15 ára frá Gdansk í Póllandi, stjórnandi þeirra er Anna Podhajska. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Sjáumst öll í kirkjunni!
Kl. 15 á sunnudag er svo uppskeruhátíð kóra kirkjunnar þar sem allir kórarnir koma fram og syngja íslensk þjóðlög í ýmsum útsetningum, erlendar perlur og einsöngslög. Miðaverð er 1500 kr. og innifalið eru kaffiveitingar sem bornar verða fram í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.

10359505_10153875966805469_684659352773815265_n

Gjöf til Selfosskirkju

10359505_10153875966805469_684659352773815265_n

Í mars fagnaði Selfosskirkja 60 ára afmæli. Að því tilefni komu fyrrum kórfélagar úr Barna og unglingakór Selfosskirkju ásamt núverandi unglingakór saman eina kvöldstund og sungu. Þetta var góð stund í kirkjunni þar sem gaman var að rijfa upp gamla tíma með því að syngja sálmana góðu og spjalla í lok stundarinnar. Fyrrum kórfélgar ákváðu við þessi tímamót að gefa peningagjöf sem renna myndi í sjóð til að kaupa kórpalla. Nú hefur gjöfin verið afhent og eru því komnar 85.000.- kr í sjóð fyrir kaupum á nýjum kórpöllum í kirkjuna.

Messa sunnudaginn 24. apríl kl. 11:00

Selfosskirkja messa sunnudaginn 24. apríl kl. 11:00.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, Kirkjukórinn syngur, organisti Glúmur Gylfason.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að lokinni messu.

download (1)

Fjölskyldusamvera – uppskeruhátíð barnastarfs í Selfosskirkju

Fjölskyldusamvera verður í Selfosskirkju sumardaginn fyrsta kl. 11:00.  Uppskeruhátíð barnastarfsins.

Messy Church – messu-stöðva-stuð eða kirkjubrall.  Föndrað, leikið, málað út frá sköpunarsögunni á mörgum stöðum í kirkjunni.

Ekki koma í sparifötunum :-)

Síðan verður boðið upp á pylsur á eftir.

Fyrir samveruna fæst vegabréfsstimpill á Vor í Árborg.

download (1)download

Samtal um sorg

samtal um sogn