- Ninna Sif Svavarsdóttir kveður söfnuði sína í Selfossprestakalli sunnudaginn 8. desember kl. 11:00 í Selfosskirkju.
- Ninna Sif og Guðbjörg munu þjóna saman í messunni.
- Kirkjukór Selfosskirkju syngur undir stjórn Edit A. Molnár.
- Eftir messu verður kaffisamsæti sem er sameiginlegt með öllum sóknum prestkallsins, Laugardæla, Hraungerðis og Villingaholts.
- Verið öll velkomin!
Selfosskirkja á grænni leið
Selfosskirkja hefur hafið það ferli að verða græn kirkja. Í ferlinu til þess þarf að uppfylla ákveðin skilyrði af gátlista umhverfisstarfs Þjóðkirkjunnar sem ber heitið ,,Græni söfnuðurinn okkar.“ Selfosskirkja fékk í dag heimsókn frá Halldóri Reynissyni sem er í umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og fékk Selfosskirkja viðurkenninguna ,,Á grænni leið“ og þarf ekki að uppfylla nema nokkur atriði í viðbót til þess að verða grænn söfnuður.
Lestur á Aðventu Gunnars Gunnarssonar er hafinn í Selfosskirkju
Aðventukvöld í Selfosskirkju
Sunnudagskvöldið 1.desember, fyrsta sunnudag í aðventu, verður aðventukvöld í Selfosskirkju.
Ræðumaður kvöldsins er Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. Allir kórar kirkjunnar koma fram undir stjórn Edit Molnár. Gísli Stefansson syngur einsöng og Sellóhópur TÁ leikur. Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.
Breytingar á prestsþjónustu
Ninna Sif Svavarsdóttir prestur í Selfossprestakalli hefur verið skipuð sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli og mun taka við 1. desember nk.
Kveðjumessa verður sunnudaginn 8. desember kl. 11:00 í Selfosskirkju og kaffisamsæti á eftir.
Meðan á auglýsingarferli vegna embættist prests í Selfossprestakalli stendur mun Gunnar Jóhannesson þjóna í prestakallinu. Gunnar hefur verið sóknarprestur í Hofsós- og Hólaprestakalli, í Norgi og sinnt afleysingum sl. misseri.
Messa sunnudaginn 24. nóvember 2019 kl. 11:00
Sunnudagurinn 17. nóvember 2019
Messa verður kl. 11:00 í Selfosskirkju. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnaár og prestur er Axel Njarðvík.
Fjölskyldusamvera / sunnudagskóli á sama tíma undir forystur Jóhönnu Ýrar.
Renuka ber fram mat í safnaðarheimilinu eftir messu og allur rennur í Sjóðinn góða.
Verið velkomin stór og smá.
Helgihald sunnudaginn 10.nóvember
Sunnudaginn 10.nóvember verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju. Barnakórinn syngur, biblíusaga, söngur og gleði. Umsjón hafa Edit Molnár, Jóhanna Ýr og sr. Ninna Sif. Ljúffeng súpumáltíð í safnaðarheimilinu að messu lokinni gegn vægu gjaldi.
Kl. 13.30 verður guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju. Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngurog leiðir almennan söng undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar organista, prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Að guðsþjónustu lokinni verður „pálínuboð“ í Þingborg þar sem Ingi Heiðmar Jónsson fyrrum organist verður kvaddur og honum þökkuð vel unnin störf. Allir hjartanlega velkomnir!
Sunnudagur 3. nóvember – Allra heilagra messa og látinna ástvina minnst
Sunnudaginn 3. nóvember verður sunnudagaskóli / fjölskyldusamvera í Selfosskirkju kl. 11:00. Umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum. Ætlar hún m.a. að fara í feluleik um allt húsnæði kirkjunnar.
Allra heilagra messa og látinna ástvina minnst
Ekki verður hefðbundin messa kl. 11:00 heldur verður hún um kvöldið kl. 20:00. Kirkjukórinn mun syngja, organisti Edit A. Molnár og prestur Arnaldur Bárðarson.
Hefð er fyrir því að minnast þeirra sem eru látin á fyrsta sunnudegi í nóvember, allra heilagra messu og fólki gefst kostur á að kveikja á kerti í minningu látinna ástvina.
Risa feluleikur!
Sunnudaginn 3. nóvember verður sunnudagaskólinn/fjölskyldusamvera á sínum stað kl. 11:00. Þar sem messan verður kl. 20:00 þennan sunnudaginn ætlum við að nýta tækifærið og fara ma. í risa feluleik út um alla kirkjuna! Stundin er í umsjón Jóhönnu Ýrar æskulýðsfulltrúa og Sigurðar Einars tónlistarmanns.
Verið hjartanlega velkomin og sjáumst á sunnudaginn!