Karlakór Hreppamanna og syngjandi konur í Selfosskirkju

Framundan er spennandi og skemmtileg helgi í Selfosskirkju.  Undanfarið hafa kvenraddirnar í Kirkjukór Selfosskirkju, Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandasókna og Unglingakórinn æft saman með Kristjönu Stefánsdóttur.  Tónleikarnir verða á sunnudaginn kl. 17 og mun Kristjana syngja einsöng.  Þar sem konurnar verða uppteknar við æfingar höfum við fengið til liðs við okkur góða gesti á sunnudaginn til að syngja í messu, það eru félagar úr Karlakór Hreppamanna en stjórnandinn þeirra er einmitt Edit A. Molnár organisti í Selfosskirkju.  Þeir munu annast söng í konudagsguðsþjónustu í kirkjunni, einnig mun Viktor Kári Garðarsson félagi í Barnakór Selfosskirkju syngja einsöng með þeim.  Þetta verður óhefðbundin guðsþjónusta enda fá karlaraddirnar gott tækifæri til að þenja raddböndin til heiðurs konunum og verður mikið sungið, inn á milli lestra og prédikunar.  Það verður því sannkölluð tónlistarveisla í kirkjunni á konudaginn og verið öll velkomin!

Syngjandi konur í Selfosskirkju

Tónleikar með Kristjönu Stefánsdóttur ásamt syngjandi konum úr kirkjukór Selfosskirkju, kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna og barna- og unglingakór Selfosskirkju. Efnisskráin er fjölbreytt blanda af gömlum og nýjum dægurperlum auk frumsamins efnis. Auk Kristjönu koma fram með kórunum Daði Birgisson píanóleikari og félagrarnir Magnús Kjartan, Sigurgeir Skapti og Marinó Geir úr Stuðlabandinu. Tónleikarnir verða svo endurteknir mánudagskvöldið 20. febrúar klukkan 19:30 í Hveragerðiskirkju. Stjórnandi sameinaðs kvennakórs er Edit Anna Molnár. Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 kr. (posi á staðnum)

Helgihald í Selfossprestakalli sunnudaginn 12.febrúar

Nk. sunnudag 12.febrúar verða þrjár messur í prestakallinu.  Kl. 11 verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju þar sem barnakór kirkjunnar syngur.  Þetta verður skemmtileg og gefandi stund fyrir alla fjölskylduna.  Æskulýðsfélag Selfosskirkju verður með kökubasar að lokinni messu og súpa og brauð selt gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu.  Umsjón með stundinni hafa sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr og Edit Molnár er kórstjóri.

Kl.13.30 verður guðsþjónusta í Villingaholtskirkju þar sem söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Kl. 20 verður kvöldmessa í Selfosskirkju þar sem hljómsveitin Hrafnar sér um tónlistina.  Þetta verður létt og skemmtileg kvöldstund.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir

Eitthvað fyrir alla – sjáumst í kirkjunni!

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 5. febrúar kl. 11:00

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 5. febrúar kl. 11:00.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli á sama tíma, krakkar velkomin!

Súpa og brauð að lokinn messu í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi

TTT 10 – 12 ára starf

Foreldramorgnar í Selfosskirkju

Alla miðvikudagsmorgna er foreldrasamvera frá 10:30-12:00 á safnaðarloftinu í Selfosskirkju.  Þarna koma sama foreldrar ungra barna, ræða málin eða einfaldlega bara að hittast.  Oft eru fræðsluerindi og hafa þau verið nokkur það sem af er vetri.  Einu sinni í mánuði gefur Guðnabakarí rúnnstykki með kaffinu.  Á morgun verða einmitt í boði rúnnstykki, þökkum við fyrir það og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin!

Messa sunnudaginn 22. janúar kl. 11:00

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 22. janúar kl. 11:00.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að athöfn lokinni.

IMG_8493

Messa í Selfosskirkju

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 8. janúar kl. 11:00.

Kirkjukórinn syngur, organisti Glúmur Gylfason.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Súpa og brauð í safnðarheimilinu á eftir.

 

Gleðilegt ár – 2017

Við í Selfosskirkju óskum ykkar gleðilegs árs með þökk fyrir gefandi og góðar samverustundir á liðnu ári.

Vikuna 2.-6. janúar verður ekki tíðasöngur og hefðbundnir viðtalstímar presta falla niður en öllum símtölum til okkar svarað.

Hefðbundið safnaðarstaf hefst í annarri vikunni í janúar.

12625959_10208141010260262_1789391813_n

Helgihald í Selfossprestkalli um jól og áramót

helgihalda jól 2016