Messa í Selfosskirkju og göngumessa í Hellisskógi

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 28. júlí kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Elísa Elíasdóttir.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Katrín Birna Sigurðardóttir nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga spilar á Selló í athöfninni.

Um kvöldið kl. 20:00 verður göngumessa í Hellisskógi, byrjað verður við bílastæðin, gengið um og stoppað með ritningarlestri, prédikun og bæn. 


 

Laugardælakirkja -guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur

Gengið til kirkju

Að þessu sinni er guðsþjónusta prestakallsins í Laugardælakirkju sunnudaginn 16. júní kl. 11. Sr. Axel þjónar fyrir altari og Ingi Heiðmar Jónsson er organisti. Kær komið tækifæri gæti hér gefist að koma gangandi til kirkjunnar.

Í kjölfar guðsþjónustunnar er haldinn aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar. Dagskrá aðalsafnaðarfundar er skv. starfsreglum þessi:
1. Gerð sé grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna
þeirra til árs í senn.
[6. Kosning sóknarnefndar.
7. Kosning kjörnefndar.
8. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
9. Önnur mál.]1)

Helgihald í Selfossprestakalli á hvítasunnu

Selfosskirkja
Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Villingaholtskirkja.
Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 13:30.  Kór kirkjunnar syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir

Hraungerðiskirkja
Hátíðarmessa á annan hvítasunnudag kl. 13:30.  Kór kirkjunnar syngur, organisit Ingi Heiðmar Jónsson.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir

Vorferð foreldramorgna

Í vikunni fór hópurinn sem mætt hefur á foreldramorgna í vetur í vel heppnaða vorferð í Þorlákshöfn. Nokkrar mæður og börn nutu þess að fara í sundlaugina í Þorlákshöfn og eftir sundið sameinaðist hópurinn í góðu yfirlæti á veitingastaðnum Hendur í Höfn.

Margir foreldrar hafa nýtt sér að mæta í vetur og höfum við fengið ákaflega góðar heimsóknir frá fjölmörgum fyrirlesurum og er það seint full þakkað hvað fólk í samfélaginu er tilbúið að gefa af sér fyrir þennan ágæta hóp.

Markmið foreldramorgna er að vera samkomustaður fyrir foreldra með ung börn og er það mikilvægt fyrir foreldra í fæðingarorlofi að hafa stað til að hittast á spjalla, fræðast, byggja sig upp og drekka kaffi.

Formleg dagskrá foreldramorgna er nú komin í sumarfrí en við hefjum starfið aftur að nýju um miðjan ágúst.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi

Uppstigningardagur í Selfosskirkju

Uppstigningardagur er dagur eldri borgara í kirkjunni.  Af því tilefni verður messa í Selfosskirkju á uppstigningardegi 30. maí kl. 11:00.  Hörpukórinn leiðir safnaðarsöng og syngur, stjórnandi kórsins er Guðmundar Eiríkssonar.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Eftir messuna verður borin fram súpa í Safnaðarheimilinu í boði héraðssjóðs.  Verið innilega velkomin!