Messa í Selfosskirkju

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 8. janúar kl. 11:00.

Kirkjukórinn syngur, organisti Glúmur Gylfason.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Súpa og brauð í safnðarheimilinu á eftir.

 

Gleðilegt ár – 2017

Við í Selfosskirkju óskum ykkar gleðilegs árs með þökk fyrir gefandi og góðar samverustundir á liðnu ári.

Vikuna 2.-6. janúar verður ekki tíðasöngur og hefðbundnir viðtalstímar presta falla niður en öllum símtölum til okkar svarað.

Hefðbundið safnaðarstaf hefst í annarri vikunni í janúar.

12625959_10208141010260262_1789391813_n

helgihalda jól 2016

Helgihald í Selfossprestkalli um jól og áramót

helgihalda jól 2016

syrgjendur jól

Samvera fyrir syrgjendur þriðjudaginn 20. desember kl. 20:00

syrgjendur jól

jólaball

Messa kl. 11:00 sunnudaginn 18. desember og jólaball sunnudagaskólans

Messa verður sunnudaginn 18. desember 4. sunnudag í aðventu kl. 11:00.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Glúmur Gylfason og Kirkjukórinn syngur.

Á sama tíma verður jólaball sunnudagaskólans.  Umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sigurður Einar Guðjónsson spilar.  Jólasveinar koma í heimsókn með glaðning.

jólaball

20161208_145541

Helgihald í Selfossprestakalli þriðja sunnudag í aðventu

Nk. sunnudag 11. desember verður guðsþjónusta í Selfosskirkju.  Þar mun barnakór kirkjunnar flytja helgileik og unglingakór kirkjunnar syngja undir stjórn Edit Molnár.  Sunnudagaskólabörnin fá líka að sjá helgileikinn en fá að sjálfsögðu einnig mynd að lita og límmiða.  Súpa og brauð að guðsþjónustu lokinni.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Í Hraungerðiskirkju verður aðventustund kl. 13.30 þar sem söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Meðfylgjandi mynd er tekin þegar barnakórinn flutti helgileikinn Fæðing frelsarans eftir Hauk Ágústsson á jólasamveru Félags eldri borgara á Selfossi.20161208_145541

aðventa-mynd

Heimsóknargestir í Selfosskirkju

aðventa-mynd

2ndSundayOfAdvent

Annar sunnudagur í aðventu í Selfosskirkju

Það verður nóg um að vera í Selfosskirkju á öðrum sunnudegi í aðventu.

Messa

Messa verður kl. 11:00, þar syngur kirkjukórinn fallega aðventu- og jólatónlist undir stjórn Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli

Sunnudagskóli verður á sama tíma og þar koma hirðarnir við sögu, Sigurður Einar Guðjónsson spilar undir við sönginn, eitthvað verður föndrað fyrir jólin umsjón með stundinni hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi eftir messu.

 

Aðentutónleikar

Síðar um daginn kl. 16:00 verða hinir árlegu aðventutónleikar Selfosskirkju, aðgangseyrir er 2500 og rennur hann óskiptur í Tónlistarsjóð Selfosskirkju.  Fram koma: Jórukórinn, Karlakór Selfoss, Hörpukórinn, Kirkjukór Selfosskirkju, Unglingakór Selfosskirkju, Kór FSu, Strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga, Lúðrasveit Selfosskirkju, einsöng synur Halla Dröfn Jónsdóttir.

2ndSundayOfAdvent

Aðventa

Möguleikhúsið

Leiksýningin Aðventa í Selfosskirkju 1.desember

Fimmtudaginn 1.desember kl.10 verður boðið upp á leiksýninguna Aðventu í uppsetningu Möguleikhússins.  Um er að ræða leikgerð samnefndrar sögu eftir Gunnar Gunnarsson.  Pétur Eggerz leikur vinnumanninn Benedikt sem fer til fjalla í vetrarríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið.  Það er köllun hans að koma þessum eftirlegukindum til byggða fyrir hátíðirnar.  Söguna byggir höfundur á frásögnum af frægum svaðilförum Benedikts Sigurjónssonar, öðru nafni Fjalla-Bensa, á Mývatnsöræfum og einkum þó eftirleitarferð sem hann fór í desember 1925.  Þetta er klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi í vetrarhörkum íslenskra öræfa.  Sýningin tekur um 60 mínútur, það kostar ekkert inn og það eru allir velkomnir!

Aðventa Möguleikhúsið

Aðventa
Möguleikhúsið

aðventukrans

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðventu er hátíðisdagur í Selfosskirkju.  Þá verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 þar sem unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Börn sem taka þátt í kórnámskeiði munu einnig syngja, og félagar úr æskulýðsfélagi kirkjunnar koma fram með tónlistaratriði.  Umsjón með stundinni hafa sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi.  Brúður, biblíusaga, söngur, hlátur og gleði! Að messu lokinni mun unglingakór kirkjunnar reiða fram grjónagraut í safnaðarheimilinu og er  það hluti af fjáröflun kórsins og þar verður einnig hinn árlegi og glæsilegi kökubasar kórsins.  Þetta verður skemmtileg og innihaldsrík stund fyrir alla fjölskylduna.  Sjáumst í kirkjunni!

aðventukrans