Kvöldguðsþjónusta 18. febrúar

Kvöldguðsþjónusta kl 20:00 með ástarþema. Ester organisti og kirkjukórinn leiða sönginn, séra Ása Björk prédikar og leiðir guðsþjónustuna.

Sunnudagaskóli kl 11 í umsjá Sjafnar og leiðtoganna.

Við minnum á þriðjudagssamveruna 20. febrúar kl 14. Gestur er Þórdís Kristjánsdóttir, fv kennari.

Minnum einnig á Stjörnukórsnámskeið sem hefst 27. febrúar. Sjá heimasíðu

Hlakka til að sjá ykkur!

Messuhald á nýju ári

Sunnudaginn 7. janúar verður Sunnudagaskóli kl 11, með Sjöfn og leiðogunum.

Einnig verður messa kl 11. Kirkjukórinn leiðir sönginn við undirleik Elísu Elíasdóttur. Séra Ása Björk þjónar fyrir altari og prédikar. Eftir messuna verður boðið upp á dýrindis súpu og brauð í safnaðarheimilinu á 1500 krónur (reiðufé). Öll eru innilega velkomin!

  Almennt safnaðarstarf hefst 9. janúar; morgunbænir, kóra- og barnastarf.

Yfirlit yfir helgihald í Árborgarprestakalli yfir jól og áramót

Selfosskirkja
Hátíðarstund barna í Selfosskirkju Þorláksmessu 23. desember kl. 11:00; fyrir börn og fullorðna, ungmenni, afa og ömmur.  Umsjón Sjöfn og sr. Gunnar og Rebbi refur kíkir í heimsókn.  Notaleg stund fyrir alla fjölskylduna.

Aftansöngur á aðfangadag 24. desember kl. 18:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir

Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 23:30.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, Jóhann I. Stefánsson leikur á trompet.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Aftansöngur á gamlársdag 31. desember kl. 17:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Ararndóttir.

Stokkseyrarkirkja
Aftansöngur á aðfangadag 24. desember kl. 18:00.  Kirkjukórinn syngur organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Gunnar Jóhannesson.  

Eyrarbakkakirkja
Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 23:30, Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Villingholtskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 11:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Laugardælakirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 13:00, almennur safnaðarsöngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Gaulverjabæjarkirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 15:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Dagur Fannar Magnússon héraðsprestur.

Hraungerðiskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á öðrum degi jóla 26. desember kl. 11:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Gunnar Jóhannesson.