Sunnudaginn 23. júní kl. 14:00 verður messa prestakallsins í Eyrarbakkakirkju.
Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Morgunmessa 9. júní
Messa verður klukkan 11 í Selfosskirkju sunnudaginn 9. júní. Kirkjukórinn leiðir sönginn, organisti dagsins er Ester, prestur Ása Björk, Anna Margrét er meðhjálpari og Guðný er kirkjuvörður. Öll eru innilega velkomin!
Helgihald sunnudaginn 2. júní
Sunnudagurinn 2. júní er sjómannadagur og í Árborgarprestakalli er hefðbundið helgihald í kirkjunum á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Selfosskirkju verður kvöldmessa.
Stokkseyrarkirkja
Guðsþjónusta í Stokkseyrarkirkja á sjómannadag 2. júní kl. 11:00, blómsveigur lagður við minnisvarða eftir guðsþjónustuna. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Eyrarbakkakirkja
Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju á sjómanndag 2. júní kl. 14:00, blómsveigur lagður við minnisvarða eftir guðsþjónustuna. Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Selfosskirkja
Kvöldmessa sunnudaginn 2. júní kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur og hitar upp fyrir kórferðalag sem er framundan, fallegur kórsöngur undir yfirskriftinni: ,,Söngur fyrir Króatíu.” Organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Nú hefur verið út helgihaldið í sumar í Árborgarprestakalli og er það með fjölbreyttum hætti.
Fundur vegna ferminga 2025
Fundur fyrir verðandi fermingarbörn vorsins 2025.
Við bjóðum ykkur velkomin á kynningarfund í Selfosskirkju miðvikudaginn 29. maí kl. 18:00. Fundurinn er fyrir verðandi fermingarbörn í Árborgarprestakalli, undir það heyra kirkjurnar í Árborg og Flóahreppi. Á fundinum verður farið yfir skipulag fermingarfræðslunnar og ýmislegt annað fyrir næsta vetur. Verið velkomin til fundarins og kynna ykkur starfið. Við viljum einnig benda á að inn á selfosskirkja.is undir fermingarstörfin er að finna upplýsingar um væntanlega fermingardaga og þar er hlekkur til að skrá barn í fræðsluna. Við hlökkum mikið til þess að kynnast nýjum hópi fermingarbarna og eiga samfélag með ykkur öllum næsta vetur. Velkomið að taka væntanlegt fermingarbarn með á fundinn en ekki nauðsynlegt.
Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband við okkur prestana í tölvupósti eða síma, upplýsingar um það má finna inn á selfosskirkja.is
Kær kveðja
Guðbjörg, Gunnar og Ása Björk
Hlekkur til að skrá í fermingarfræðslu:
Helgihald á hvítasunnu í Árborgarprestakalli
Selfosskirkja
Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, einsöng syngur Gunnlaugur Bjarnason, prestur Gunnar Jóhannesson.
Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00, umsjón Sjöfn, Dóra og Katrín.
Hraungerðiskirkja
Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 13:30. Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Gunnar Jóhannesson.
Gaulverjabæjarkirkja
Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 14:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Ása Björk Ólafsdóttir
Villingaholtskirkja
Fermingarmessa á annan hvítasunnudag kl. 13:30. Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Kvöldmessa í Selfosskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 20:00
Sunnudaginn 12. maí verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11:00.
Fermingarmessa verður í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00.
Kvöldmessa verður svo í Selfosskirkju kl. 20:00. Unglingakórinn syngur og Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti Edit A. Molnár. Helga Aðalheiður Jónsdóttir spilar á blokkflautu. Harpa Rós Björgvinsdóttir djáknanemi flytur hugleiðingu. Falleg stund á mæðradegi.
Messa á Uppstigningardegi kl 11:00
Eins og hefð er á Uppstigningardegi er messa dagsins helguð eldri borgurum. Messan verður í samstarfi við Bessastaðasókn og koma þau til okkar í þetta sinn ásamt kórnum Garðálfarnir og presti sínum sr Hansi Guðbergi Alfreðssyni. Einnig verður Hörpukórinn með okkur og það mun klárlega verða mikið um söng og gaman! Séra Ása Björk Ólafsdóttir þjónar fyrir altari en hún og Hans Guðberg munu prédika saman. Djákni Bessastaðasóknar og djáknanemi okkar munu taka þátt í messunni. Súpa verður í boði Héraðssjóðs að henni lokinni. Öll eru innilega velkomin!
Raddir æskunnar
Á sunnudaginn sl. var frumsýnd á RUV heimildarmynd frá 2021. Heimildarmyndin er eftir Önnu Edit Dalmay og fjallar um hvernig söngur í kór getur haft langvarandi jákvæð áhrif á börn og unglinga. Rætt er við núverandi og fyrrverandi félaga í barna- og unglingakórum Selfosskirkju um hvernig kórsöngurinn hefur mótað þau. Við í Selfosskirkju erum sannarlega stolt af kórastarfinu okkar og því mikilvæga uppeldishlutverki sem það gegnir. Við erum þakklát fyrir þau sem koma að starfinu og gaman að sjá afrakstur þess í myndinni. Myndin verður endursýnd á uppstigninardag en að sjálfsögðu hægt að nálgast hana á efnisveitu RUV og hvetjum við sem flesti til þess að horfa á myndina og njóta hennar.
Hreinsunardagur og kvöldmessa
Laugardaginn 27. apríl nk. frá kl. 10:00-14:00 er árlegur hreinsunardagur Selfosskirkju. Undanfarin ár hefur sá háttur verið hafður á að efna til hreinsunar og tiltektar í kirkjugarði og á lóð kirkjunnar. Það er ánægjulegt að sjá fólk koma og taka þátt í þessu verkefni og hreinsa leiði ástvina í leiðinni. Stór gámur verður á svæðinu. Boðið verður upp á hressingu í hádeginu. Fólk er beðið að hafa með sér garðáhöld, þeir sem það geta. Sóknarnefndin, aðal- og varamenn, fólk úr kirkjukórnum og aðrir starfsmenn kirkjunnar taka vel á móti ykkur.
Sunnudaginn 28. apríl kl. 20:00 verður kvöldmessa í Selfosskirkju. Létt og notaleg stund, Kirkjukórinn syngur fallega sálma. Organisti Ester Ólafsdóttir, prestur Guðbjörg Arnardóttir.