Hrekkjavökukvöldvaka í kirkjunni

Árleg hrekkjavökukvöldvaka verður í Selfosskirkju föstudaginn 25. október frá 17:00-19:30. Öll börn fædd 2014 og eldri eru velkomin á kvöldvökuna. Það verður hryllilega gaman. Kirkjan verður sett í draugalegan búning, farið verður í drungalega leiki, sögð draugasaga, spákona kíkir í spilin, og boðið verður upp á íshlaðborð fyrir krakkana.
Verðlaun verða fyrir besta búninginn.
Þátttaka kostar litlar 500 kr.

Öll börn velkomin!

Skráning á Hrekkjavökukvöldvökuna

Bleik messa sunnudaginn 13. október kl 11:00

Bleik messa klukkan 11:00 á sunnudag. Þorvaldur Guðmundsson, aðstandandi, mun flytja okkur vitnisburð. Boðið verður uppá smurningu í lok messunnar. Prestur er Ása Björk og um tónlistina sjá Edit organisti og meðlimir kirkjukórsins. Öll sem það geta eru hvött til að mæta í einhverju bleiku eða með slaufuna.

  Sunnudagaskólinn er einnig bleikur og er klukkan 11:00 í safnaðarheimilinu, undir stjórn Sjafnar og leiðtoganna. Öll hjartanlega velkomin!

Söngstund kirkjukórsins

Sunnudaginn 13. október býður Kirkjukór Selfosskirkju til söngstundar í Selfosskirkju kl. 17:00.
Barna- og unglinakórinn syngur einnig og sérstakir gestir eru Sönghópur Hraungerðis- og Villingaholtssókna.

Það verða á dagskránni sálmar, gamlir sem allir þekkja og nýjar sem er gott að kynnast.
Við hvetjum alla til að mæta, taka undir í söngnum og eiga um leið notarlega stund í kirkjunni okkar.

Verið innilega velkomin til stundarinnar.

Helgihald sunnudaginn 6. október

Sunnudaginn 6. október verður nóg um að vera í Árborgarprestakalli.

Í Selfosskirkju verður sunnudagaskólinn á sínum stað með Sjöfn og leiðtogum kl. 11:00
Kl. 20:00 verður kvöldmessa í Selfosskirkju. Félagar í Kirkjukór Selfosskirkju annast tónlistina sem verður með óhefðbundnum hætti, gítarleikur, létt dægurlög og sálmar.  Organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Stokkseyrarkirkja
Messa sunnudaginn 6. október kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Messukaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna.

Villingaholtskirkja
Þjóðbúningamessa sunnudaginn 6. október kl. 14:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Kirkjugestir eru hvattir til að koma í þjóðbúningum til messunnar.  Eftir messuna verður kirkjukaffi eða pálínuboð í Þjórsárveri.

Helgihald sunnudaginn 15. september

Selfosskirkja
Sunnudagaskóli kl. 11:00, umsjón Sjöfn og leiðtogar.*
Kvöldmessa kl. 20:00, hljómsveitin Slow Train spilar lög eftir Bob Dylan.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Eyrarbakkakirkja
Messa sunnudaginn 15. september kl. 11:00.  Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Gaulverjabæjarkirkja
Messa sunnudaginn 15. september kl. 14:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Selfosskirkja – Skólatöskublessun!

Fjölskyldumessa verður sunnudaginn 1. september klukkan 11:00. Messan markar upphaf alls barna- og unglingastarfs vetrarins. Yngri börn (t.d. 5-7 ára) eru sérstaklega hvött til að mæta með skólatöskuna sína til að fá skólatöskublessun í messunni! Barna- og unglingakór kirkjunnar leiðir sönginn og Edit A Molnár leikur á flýgilinn. Ása Björk prestur og Sjöfn æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Hlökkum mikið til að sjá ykkur!

Bjóðum Bergþóru velkomna til starfa

Það er okkur ánægja að kynna til leiks Bergþóru Kristínardóttur sem mun stjórna barnakór Selfosskirkju í vetur, ásamt Edit Molnár organista kirkjunnar.
Bergþóra Kristínardóttir er 29 ára Selfyssingur sem ólst upp í tónlist í Selfosskirkju og tónlistaskóla Árnesinga. Þar lauk hún framhaldsprófi á fiðlu hjá Mariu Weiss og söng í barna og unglingakórum fyrst hjá Glúmi Gylfasyni og svo hjá Edit Molnár. Seinna söng hún í kór FSu, kór Listaháskóla Íslands og kammerkvennakórnum Impru. Hún hefur tekið þátt í ýmsum hljómsveitarverkefnum sem fiðluleikari m.a. spilað með Sinfóníuhljómsveit suðurlands undanfarin þrjú ár. Bergþóra býr nú á Selfossi með fjölskyldu sinni og er spennt fyrir því að vera komin aftur í kórastarfið í öðru hlutverki.