Sunnudaginn 21. júlí verður ekki messa í Selfosskirkju vegna þátttöku í Skálholtshátíð.
Við viljum benda á hátíðarmessu í Skálholtskirkju þennan sunnudag kl. 14:00 og spennandi dagskrá í tilefni Skálholtshátíðar en hana má finna inn á heimsíðunni skalholtskirkja.is
Greinasafn eftir: Guðbjörg Arnardóttir
Helgihald í Selfossprestakalli á hvítasunnu
Selfosskirkja
Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Villingaholtskirkja.
Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 13:30. Kór kirkjunnar syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur Guðbjörg Arnardóttir
Hraungerðiskirkja
Hátíðarmessa á annan hvítasunnudag kl. 13:30. Kór kirkjunnar syngur, organisit Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur Guðbjörg Arnardóttir
Uppstigningardagur í Selfosskirkju
Uppstigningardagur er dagur eldri borgara í kirkjunni. Af því tilefni verður messa í Selfosskirkju á uppstigningardegi 30. maí kl. 11:00. Hörpukórinn leiðir safnaðarsöng og syngur, stjórnandi kórsins er Guðmundar Eiríkssonar. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Eftir messuna verður borin fram súpa í Safnaðarheimilinu í boði héraðssjóðs. Verið innilega velkomin!
Fundur vegna fermingarfræðslu 2019-2020
Fermingarfræsðla í Selfossprestakalli 2019-2020
Þriðjudagskvöldið 21. maí kl. 19:30 boða prestarnir í Selfossprestakalli foreldra væntanlegra fermingarbarna vorsins 2020 til fundar í Selfosskirkju. Þar verður fyrirkomulag fræðslunnar næsta vetur kynnt, m.a. fræðslunámskeið í ágúst, fermingarferðalag sem og fermingardagar næsta vors. Allar nánari upplýsingar veita prestarnir sr. Guðbjörg í síma 8654444 eða gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is og sr. Ninna Sif í síma 8491321eða ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is
Með kærum kveðjur
Guðbjörg og Ninna Sif
Krossamessa sunnudaginn 19. maí
Sunnudaginn 19. maí kl. 11:00 verður hin árlega krossamessa. Þeir Unglingar sem ljúka störfum hjá kórnum eru heiðraðir og fá afhent sérsmíðað hálsmen frá kirkjunni. Kirkjukórinn og Unglingakórinn syngja og verður kórsöngurinn í fyrirrúmi í athöfninni. Stjórnandi Unglingakósins er Eyrún Jónasdóttir og organisti er Ester Ólafsdóttir. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Helgihald í Selfossprestakalli 11.-12. maí
Laugardaginn 11. maí og sunnudaginn 12. maí kl. 11:00 verða fermingarmessur í Selfosskirkju. Kirkjukórinn og raddir úr Unglingakórnum syngja. Organisti Ester Ólafsdóttir. Prestar Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.
Sunnudaginn 12. maí kl. 13:30 verður þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókn syngur. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Fólk hvatt til að koma í þjóðbúningum. Pálnínuboð/messukaffi í Þjórsárveri á eftir.
Helgihald í dymbilviku og um páska í Selfossprestakalli
Helgihald í dymbilviku og um páska í Selfossprestakalli
Skírdagur 18. apríl
Fermingarmessa í Selfosskirkju kl. 11:00
Fermingarmessa í Laugardælakirkju kl. 13:30
Föstudagurinn langi
Pílagrímaganga á föstudaginn langa – Golgataganga. Gangan hefst með stuttri helgistund í Selfosskirkju kl. 9:45. Gengið verður til Laugardælakirkju og þar hefst helgistund kl. 11.45. Göngustjórar eru sr. Axel Árnason Njarðvík og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Allir eru velkomnir að slást í hópinn og svo er líka hægt að sækja helgistundir á báðum stöðum þótt fólk taki ekki þátt í göngunni. Göngufólk er beðið að koma vel skóað, klætt eftir veðri og með nesti.
Páskadagur
Hátíðarmessa í Selfosskirkju kl. 08:00. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Morgunverður í boði og umsjón sóknarnefndar Selfosskirkju í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Hátíðarmessa í Villingaholtskirkju kl. 11:00. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Annar páskadagur
Hátíðarmessa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónassonar. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Messa og sunnudagskóli sunnudaginn 7. apríl
Messa sunnudaginn 10. mars kl. 11:00
Messa verður sunnudaginn 10. mars kl. 11:00.
Næstu þrjá sunnudaga fáum við til okkar nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga og sem koma fram í messunni. Á sunnudaginn mun Pétur Nói Stefánsson spila á flygilinn.
Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma umsjón Katrín Ragna og Erna Kristín.
Súpa og brauð á eftir.