Helgistund og jólaball sunnudagaskólans 16. desember kl. 11:00

Þriðja sunnudag í aðventu, 16. desember kl. 11:00 verður helgistund í Selfosskirkju.  Við syngjum jólasálma, verðum með bænastund og flytjum leikritið sem flutt var við heimsóknir leik- og grunnskólanna á aðventunni.  Eftir stundina verður svo jólaball sunnudagaskólans í Safnaðarheimilinu, dansað í kringum jólatréð og við fáum að sjálfsögðu góða gesti í heimsókn til okkar alla leið út Ingólfsfjalli.

 

 

Helgihald á fyrsta sunnudegi í aðventu í Selfosskirkju

Hátíðleg barna- og fjölskyldumessa sunnudaginn 2. desember kl. 11:00.  Unglingakórinn syngur, kórstjóri Eyrún Jónasdóttir, Umsjón með messunni Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.  Súpa og brauð að messu lokinni, sömuleiðis verður Unglinakórinn með kökubasar.

 Aðventukvöld sunnudaginn 2. desember kl. 20:00. Kirkjukórinn, Unglingakórinn og Barnakórinn syngja, kórstjórar eru Ester Ólafsdóttir og Eyrún Jónasdóttir.  Ræðumaður kvöldsins er Bjarni Harðarson, Guðbjörg Arnardóttir leiðir stundina.  Hátíðleg og falleg samvera á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Bleik messa og Skímó kvöldmessa

Sunnudaginn 28. október verður bleik messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Félagar úr Krabbameinsfélagi Árnessýslu taka þátt.  Guðbjörg Guðmundsdóttir og vinkonur hennar deila reynslu sinni og segja frá styrknum sem felst í vináttunni.
Kirkjukórinn syngur.
Súpa og brauð að athöfn lokinni og rennur ágóðinn til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Um kvöldið verður svo kvöldmessa kl. 20:00.
Þar kemur fram félagar úr hljómsveitinni Skítamóral frá Selfossi.
Prestur verður Guðbjörg Arnardóttir.

12 sporin – andlegt ferðalag

12. SPORIN Í SELFOSSKIRKJU

VILLTU VITA HVORT 12. SPORIN HENTA ÞÉR TIL ÞESS AÐ BBÆTA LÍFSGÆÐI ÞÍN?
SJÁLFSTYRKINGARPRÓGRAMM SEM ER UNNIÐ ÚT FRÁ 12.SPORUNUM –ANDLEGT FERÐALAG
OPIÐ ÖLLUM SEM VILJA BÆTA LÍF SITT OG LÍÐAN

HEFST Í SAFNAÐARHEIMILI SELFOSSKIRKJU MIÐVIKUDAGINN 19. SEPTEMBER KL. 20:00
ÞRÍR OPNIR KYNNINGARFUNDIR 19/9, 26/9, 3/10 KL.20:00
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á selfosskirkja.is og viniribata.is
ALLIR VELKOMNIR

Barna- og unglingakórinn

Nú styttist í að Unglingakór og Barnakór kirkjunnar hefji sitt vetrarstarf. Fyrsta æfing beggja kóra verður þriðjudaginn 4. september n.k. en æfingar verða sem hér segir:    Unglingakór þriðjudaga og fimmtudaga kl 14.45 Barnakór þriðjudaga kl 16.15- 17.15
Kórstjórnandi Barna- og Unglingakórs verður í vetur Eyrún Jónasdóttir