Helgihald í dymbilviku og um páska í Selfossprestakalli

Það er af ýmsu að taka í Selfossprestakalli í dymbilviku og um páska.  Verið innilega velkomin til helgihalds.

13. apríl skírdagur:
Fermingarmessa kl. 11 í Selfosskirkju.

Messa í Laugardælakirkja: kl. 13:30 – organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Ninna Sif Svavarsdóttir.

14. apríl – föstudagurinn langi í Selfosskirkju
Passíusálmalestur kl. 13:00.  Ýmsir lesarar úr samfélaginu skipta lestrinum á milli sín.  Hægt er að koma og hlusta í lengri eða skemmri tíma.

Kyrrðarstund við krossinn kl. 20:00.  Organisti Edit A. Molnár, prestur Ninna Sif Svavarsdóttir.  Lesari les síðustu sjö orð Krists á krossinum.

16. apríl – páskadagur:
Hátíðarmessa kl. 08:00.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Morgunkaffi á eftir athöfn í boði sóknarnefnar

Hátíðarmessa í Villingaholtskirkju kl. 11:00.  Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

17. apríl – annar páskadagur:
Hátíðarmessa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00.  Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

 

Tónleikar hjá Barnakór Selfosskirkju í dag kl. 18:00 og föstuhádegi á morgun kl. 12:00

Í dag kl. 18:00 verða tónleikar hjá Barnakór Selfosskirkju, stjórnandi þeirra er Edit A. Molár.  Þetta eru flottir krakkar og efnisskráin fjölbreytt.  Verið hjartanlega velkomin!

Á föstudaginn 7. apríl verður föstuhádegi í kirkjunni.  Byrjað er með helgistund í kirkjunni þar sem hluti af Kirkjukórnum syngur.  Á eftir verður búið að matreiða saltfisrétt sem hægt verður að kaupa á 1000 krónur.

Messa og kvöldmessa á sunnudaginn

Messa verður sunnudaginn 2. apríl kl. 11:00.  Organisti Glúmur Gylfason, Kirkjukórinn syngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskólinn á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.

Kvölmessa kl. 20:00.  Um tónlistina sér Jóhann Guðrún Jónsdóttir söngkona og fyrrum Eurovisionfari.

Helgihald í Selfosskirkju 19. mars

Sunnudagsmessa og sunnudagaskóli
Sunnudaginn 19. mars verður messu í Selfosskirkju kl. 11:00.  Messan verður að hluta til með Taize formi þar sem kyrrðin, söngurinn og bænin eru í aðalhlutverki.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli verður á sama á sama tíma í umsjón æskulýðsfulltrúa Selfosskirkju.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að lokinni messu.

Helgistund á Ljósheimum
Sama dag kl. 13:30 verður helgistund á Ljósheimum og fáum við góða gesti til að syngja og leiða söng við helgistundina.

Batamessa verður kl. 17:00
Vinir í bata á Selfossi bjóða til Batamessu í Selfosskirkju næstkomandi sunnudag, þann 19. mars kl.17:00.
Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving munu leiða söng, Guðbjörg Arnardóttir þjónar. Við fáum að heyra vitnisburð og kirkjugestum boðið að taka þátt í trúariðkun. Boðið verður upp á veitingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu, þar gefst tækifæri á að spjalla og eiga samfélag. Hér á Selfossi er stór hópur fólks búinn að fara í gegnum 12 sporin andlegt ferðalag, það er alltaf gaman að hittast og deila því sem á dagana hefur drifið og rifja upp gömul og góð kynni.

Allir velkomnir.

Sunnudagur 5. mars í Selfossprestakalli

Á sunnudaginn er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar og verður því æskulýðsguðsþjónusta í Selfosskirku kl. 11:00.  Félagar úr Æskulýðsfélagi Selfosskirkju hafa ásamt leiðtoga sínum, Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, undirbúið stundina.  Þau sjá um lestra, tónlist og bænir en einnig leiða félagar úr Unglingakór Selfosskirkju okkur í léttum æskulýðssöngvum.  Stundin hentar allri fjölskyldunni þó unglingar séu þar í aðalhlutverki.   Prestur Guðbjörg Arnardóttir og organisti Edit A. Molnár.

Súpa og brauð verður í safnaðarheimilinu á eftir og um 12:30 hefst aðalsafnaðar Selfossóknar og eru öll þau sem áhugasöm eru um starfið í Selfosskirkju hvött til að koma

Um kvöldið verður svo kvöldguðsþjónusta á föstu í Hraungerðiskirkju.  Þar syngur Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna og er kórstjóri þeirra og organisti Ingi Heiðmar Jónsson.


 

Karlakór Hreppamanna og syngjandi konur í Selfosskirkju

Framundan er spennandi og skemmtileg helgi í Selfosskirkju.  Undanfarið hafa kvenraddirnar í Kirkjukór Selfosskirkju, Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandasókna og Unglingakórinn æft saman með Kristjönu Stefánsdóttur.  Tónleikarnir verða á sunnudaginn kl. 17 og mun Kristjana syngja einsöng.  Þar sem konurnar verða uppteknar við æfingar höfum við fengið til liðs við okkur góða gesti á sunnudaginn til að syngja í messu, það eru félagar úr Karlakór Hreppamanna en stjórnandinn þeirra er einmitt Edit A. Molnár organisti í Selfosskirkju.  Þeir munu annast söng í konudagsguðsþjónustu í kirkjunni, einnig mun Viktor Kári Garðarsson félagi í Barnakór Selfosskirkju syngja einsöng með þeim.  Þetta verður óhefðbundin guðsþjónusta enda fá karlaraddirnar gott tækifæri til að þenja raddböndin til heiðurs konunum og verður mikið sungið, inn á milli lestra og prédikunar.  Það verður því sannkölluð tónlistarveisla í kirkjunni á konudaginn og verið öll velkomin!

Foreldramorgnar í Selfosskirkju

Alla miðvikudagsmorgna er foreldrasamvera frá 10:30-12:00 á safnaðarloftinu í Selfosskirkju.  Þarna koma sama foreldrar ungra barna, ræða málin eða einfaldlega bara að hittast.  Oft eru fræðsluerindi og hafa þau verið nokkur það sem af er vetri.  Einu sinni í mánuði gefur Guðnabakarí rúnnstykki með kaffinu.  Á morgun verða einmitt í boði rúnnstykki, þökkum við fyrir það og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin!