Sunnudaginn 2. nóvember kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta þar sem Unglingakórinn syngur, nýkominn þá úr tveggja nátta æfingardvöl í Vík í Mýrdal ásamt Edit Molnár. Við munum fá að sá söngatriðisins sem æskulýðsfélag Selfosskirkju var með á landsmóti æskulýðsfélaganna á Hvammstanga um síðustu helgi. Frábært atriði hjá þeim stöllum. Hvetjum aðstandendur og vini þeirra sem eru í æskulýðsfélaginu til að mæta í fjölskylduguðsþjónustuna.Verið öll velkomin.
Um kvöldið er boðað til kvöldguðsþjónustu þar sem Eyfi syngur og spilar. Prestur er séra Axel Njarðvík. Eyfa þarf vart að kynna. Það verður innihaldsríkt að koma og leiðast til helgihalds með tónlist og söngvum samtímans í bland við gamlan texta. Verið öll velkomin til samfélagsins.