Jónas Ingimundarson heldur upp á hálfaraldar við slaghörpuna með tónleikum í Selfosskirkju kl. 16. Með honum eru sóparansöngkona Auður Gunnarsdóttir og leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir. Sjá nánar í Dagskránni
Greinasafn eftir: Axel Njarðvík
23. mars 2014 messa og barnastarf
„Sorgin knýr dyra“ í Selfosskirkju
Fyrirhugaðir eru fjórir miðvikudags eftirmiðdagar i í Selfosskirkju á næstunni fyrir þau sem misst hafa náinn ástvin og glíma við sorg. Fyrsta skiptið verður þann 19. mars kl. 15:30 og svo næstu þrjá miðvikudaga, rúman klukkutíma í einu. Stutt innlegg verður í upphafi hvers skiptis og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum prestanna Axels Njarðvík og Ninnu Sifjar. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fólk er hins vegar beðið á skrá sig annað hvort hjá sr. Axel eða sr. Ninnu Sif.
„West Side Story“ söngleikjatónleikar 15. mars nk.
Barna- og unglingakór Selfosskirkju mun halda tónleika laugardaginn 15. mars kl. 15:00 í Selfosskirkju ásamt Strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga.
Um er að ræða Söngleikjatónleika, vinsælustu perlur úr söngleikum Mary Poppins, West Side Story, Fiðlarinn á þakinu og Sound of Music. Fallegar kórútsettningar, einsöngvar og dúettar.
Eftir spennandi undirbúning, fjölda æfinga, samæfingar og æfingabúðir er bara eitt eftir, að flytja fyrir framan fullt hús.
Það er svakalega ánægjulegt fyrir okkur að stíga á svið ásamt strengjasveit sem er skipuð meðlimum á sama aldri og kórfélagar. Á sviðinu verða í kringum 90 ungir söngvarar og hljóðfæraleikarar.
Við píanóið verður Miklós Dalmay, stjórnendur eru Edit Molnár og Guðmundur Kristmundsson. Tónleikarnir hlutu styrk Menningarráðs Suðurlands.
Við lofum frábærri skemmtun!
9. mars 2014 helgihald
Messa og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Axel Njarðvík. Organisti Jörg Sondarmann, Aðalsafnaðarfundur haldinn að lokinni guðsþjónustu.
Málefni sóknarinnar verða þar rædd, starfsskil og reikningsskil sóknarnefndar sem og verkefni og starf næsta starfsárs.
Dagskrá fundarins er með þessum hætti (sbr Starfsreglur um sóknarnefndir http://www2.kirkjan.is/node/11364):
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.(á ekki við í ár)
6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
Biblíulestur að fara af stað
Kynningarfundur eftir messu sunnudaginn 23. febrúar í safnaðarheimilinu.