Fjölskyldumessa sunnudaginn 8. mars kl. 11:00

Fjölskyldumessa verður sunnudaginn 8. mars kl. 11:00.
Það verður mikill söngur og mun Barnakórinn syngja.
Umsjón með stundinni hafa Guðbjörg, Jóhanna Ýr, Edit og Kolbrún Helga.

Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju sunnudaginn 8. mars kl. 13:30.
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna mun Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna syngja eingöngu sálma eftir konur.  Stjórnandi kórsins er Guðmundur Eiríksson og prestur verður Guðbjörg Arnardóttir

Messa og sunnudagaskóli 1. mars kl. 11 – fyrsti sunnudagur í föstu

Verið hjartanlega velkomin til messu í Selfosskirkju á fyrsta sunnudegi í föstu kl. 11.

Sr. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit Molnár organista. Boðið er upp á súpu og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir.

Sunnudagaskólinn hefst svo kl. 13 með lífi og fjör, söng og feluleik.

Verið hjartanlega velkomin til góðra stunda í Selfosskirkju.

Konudagur og guðsþjónusta í Selfosskirkju

Það verður guðsþjónusta kl. 11 í Selfosskirkju á Konudegi og sunnudagsskóli kl. 13. Súpa í safnaðarheimili í millitíðinni.

Konunnar er sérstaklega minnst  og fjölbreyttur söngur sunginn af kirkjurkór, unglingakór og barnakór auk einsöngs og tvísöngs. En tónlisitinn er þessi:
Forspíl : Con Te Partiro   eftir Francesco Sartori  https://www.youtube.com/watch?v=TdWEhMOrRpQ
825 Drottinn, er min hirðir
Erla , góða Erla           (einsöngur)
Amigos para sempre  2 stúlkur syngja     A. L. Webber / textin er: Jörð, þín glóa aldin græna…
Hallelúja (Cohen)  2 drengir og viðlag allir
Liljan                 karlar og drengir úr kórunum syngja
Íslenska konan          (einsöng)       
Heyr mína bæn          einsöng
712 Dag í senn
Eftirspil: My Heart Will Go On

Prestur er sr. Axel Á Njarðvík, organisti Edit Molnár og Jóhanna er með sunnudagsskólann.

Verið öll velkomin.

Fjölskyldumessa 9. febrúar kl. 11

Verið öll velkomin til sannkallaðrar fjölskyldustundar í Selfosskirkju. Það verður glatt á hjalla, sungið og brugðið á leik. Unglinkakórinn syngur undir stjórn Edit Molnár og Rebbi refur lítur við ásamt vinum sínum. Að messu lokinni verður boðið uppá súpu í safnaðarheimilinu.

Sr. Gunnar Jóhannesson leiðir stundina ásamt Rebekku Kristinsdóttir.

Allir eru velkomnir og eru leikskóla-, sunnudagaskólabörnin og fermingarbörnin sérstaklega sérstaklega boðin velkomin ásamt fjölskyldum sínum.

Messur í Selfossprestakalli sunnudaginn 2. febrúar 2020

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 2. ferbúar kl. 11:00:
Kirkjukórinn syngur og Edit Molnár spilar undir og stjórnar.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Súpa í Safnaðarheimilinu eftir messu gegn vægu gjaldi.
Athugið að nú er sunnudagaskólinn kl. 13:00, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.

Í Hraungerðiskirkju verður guðsþjónusta kl. 13:30 og þar syngur Söngkór Hraungerðis og Villingaholtssókna undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar.

Verið velkomin til helgihalds þessa sunnudags

Dagur breytinga

Fiskurinn er eitt af elstu táknum kristninnar.

Sunnudaginn 26. janúar 2020 munum við gera breytingar á tímasetningu fjölskyldusamverunnar og sunnudagaskólans og hefst stundin kl. 13:00. Þetta er tilraunaverkefni fram að vori og hugsað til að þjónusta sóknarbörn Selfosskirkju og Selfossprestakalls enn betur. Söngur, biblíusögur, leikir, föndur, brúður og margt fleira.

Hins vegar heldur 11. messan sér og verður á sínum stað og sinni stund. Þann dag þjónar sr. Axel Njarðvík, héraðsprestur fyrir altari og Edit Molnár, organsti leiðir kór og söfnuð í söng og svörum. Súpa í safnaðarheimili í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Verið ávallt velkomin í Selfosskirkju!

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og þökkum góð samskipti á liðnu ári.
Á morgun þriðjudaginn 7. janúar hefjast aftur hinar reglulegu bænstundir kl. 9:15 í kirkjunni og að stundinni lokinni er kaffisopi í Safnaðarheimilinu.

Sunnudaginn næsta 12. janúar er fjölskyldumessa kl. 11:00, umsjón með stundinni hafa Guðbjörg Arnardóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sigurður Einar Guðjónsson.

Jól í skugga sorgar og áfalla

Miðvikudaginn 18. desember verður samvera í Selfosskirkju kl. 20:00.
Flutt verður hugleiðing, Kirkjukórinn syngur jólasálma, Edit A. Molnár spilar undir.  Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.
Umsjón með stundinni hafa Guðbjörg Arnardóttir, Gunnar Jóhannesson og Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kaffisopi verður í Safnaðarheimilinu eftir stundina.